Nostalgía

Ég sakna hans ekki.

En samt sem áður er hann eini maðurinn sem ég hef kynnst sem vaknaði kl. 7:30 á sunnudagsmorgni og fór fram úr rúminu til að gera eitthvað.

-Hvert ert þú að reyna að laumast? Ætlarðu að fara á fætur án mín?
-Ég ætla að pissa án þín ef þér er sama.
-Komdu svo aftur.
-Nei, komdu frekar á fætur. Ég er með nýtt lag, þú þarft að skrifa texta fyrir mig.
-Svo förum við og tínum krækling. Eða skoðum eyðibýli.
-Hvortveggja! Og ég festi upp hillurnar og svo höldum við matarboð í kvöld.
-Komumst við yfir það?
-Já og ef þú kemur þér fram úr fyrir 8 getum við slappað af líka.

Af hverju í fjandanum þurfti hann að reynast sami andskotans drullusokkurinn og allir hinir?