Memento eitt líf

Memento mori… sumt er bara ódauðlegt og sumir vita hvað ég við með því. (Sumir aðrir skilja það ekki -og munu aldrei skilja þótt þeir rembist við að leggja saman einn og einn.)

Helstu niðurstöður kvöldsins:
-Sumir misstu af sérstakri sýningu í kvöld og einn missti bæði af sérstakri sýningu og tækifæri til að hitta sérstaka konu (hér er sérstök ekki í merkingunni þroskaheft).
-Það er gamanara að fara í leikhús þegar maður þekkir einhvern og gamanast þegar maður þekkir bæði leikara og áhorfendur.
-Huld Óskarsdóttir er að öðrum ólöstuðum skærasta stjarna þessarar sýningar.
-Hjalti er svo sætur að ég þarf að passa mig að horfa ekki dónalega lengi á hann.

Livet er ikke det værste man har og á morgun kemur hann Kári minn í heimsókn. Mikið óskaplega þykir mér vænt um þann dreng. Sem er víst ekki lengur drengur. Hef ekki hitt hann í rosalega mörg ár og hlakka svooo til að sjá hann.

Held ég viti hver Dramus er. Fortíðardraugur sem ég dramaði yfir árum saman. Þá var ég ung og vitlaus og ekki enn búin að tileinka mér þá hagnýtu reglu að aftengja mig tilfinningalega áður en ég fer í bælið með drullusokk. Vissi heldur ekki um nauðsyn þess að eyða aldrei nótt með kynlífsviðföngum. Í þá daga var ég heldur ekki búin að læra að maður á að láta nægja að horfa bara á góðu strákana til að meiða ekki varnarlausa. Nú veit ég betra er autt rúm en illa skipað. Sef þessvegna ekki hjá þeim sem ég elska. Þetta var dýrt námskeið hjá þér gæskur en er búið að borga sig. Takk fyrir það.