Yfirlýsing

Fólk er ekkert endilega fífl. Sumir eru m.a.s. frekar lausir við að vera fífl. Flestir virðast samt haldnir ákveðnum fávitahætti gangvart samskiptum kynjanna.

Hér með kunngjörist; mér þykja kálfar alveg hrikalega sæt kvikindi. Sakleysið í augum þeirra fær hjarta mitt til að slá hraðar. Kálfur getur fengið mig til að trúa því maðurinn sé í eðli sínu góður og að veröldin sé góður samastaður. Mér finnst notalegt að strjúka granirnar á kálfi. Í alvöru talað; ég hreinlega bráðna þegar ég sé kálf. Þar fyrir hef ég ekki hugsað mér að taka einn slíkan inn á heimilið. Kálfar eru nefnilega ekkert endilega heppileg gæludýr þótt þeir séu sætir og auk þess er sóðaskapur af þeim.

Það sama, elskurnar mínar, gildir um karlmenn. Þótt mér finnist einhver sætur, jafnvel gullfallegur, merkir það ekki að ég ætli að giftast honum og eignast með honum börn. Og þótt ég leyfi einhverjum að þefa af mér, er það ekki sönnun þess að ég myndi hleypa þeim sama upp í rúm til mín.

Jafnvel þótt sé leyfilegt að hafa karlmenn í blokk.

Best er að deila með því að afrita slóðina