Vera má að hernaðarbandlög séu nauðsynlegt (en ekki nægjanlegt) skilyrði þess að fyrirbyggja átök og stöðva grimmdarverk. Nú skulum við gefa okkur það í smástund og sömuleiðis að aðild Íslands að NATO eigi rétt á sér. Margt bendir til þess að ógnarstjórn Assads Sýrlandsforseta hafi, með fulltingi Rússa, beitt efnavopnum í Douma nú á dögunum. Slíkt á aldrei að líðast en þar sem Öryggsráð Sameinuðu þjóðanna þjónar ekki heimsfriði heldur hagsmunum fimm stórvelda er ekki hægt að ná samstöðu um refsiaðgerðir eða nokkrar þær aðgerðir sem gætu dregið úr hættunni á eiturefnahernaði. Og þegar alþjóðastofanir bregðast kann að vera réttlætanlegt að fara fram hjá alþjóðalögum. Lög á aldrei að setja ofar mannúðarsjónarmiðum. Halda áfram að lesa
Fjórða kort mitt til Erdoğans
Viðbjóðurinn Erdoğan hefur ákveðið að flýta kosningum. Ekki svo að skilja að í Tyrklandi fari fram frjálsar kosningar en hann telur sennilega minni líkur á því að hann mæti andstöðu nú en eftir ár. Bæði af því að efnahagur landsins er á niðurleið og vegna þess að hann er að herða ritskoðun og hann veit að fólki mun líka það æ verr. Með því að boða til kosninga strax sviptir hann andstæðinga sína raunhæfu tækifæri til að kynna stefnu sína. Áhrifin verða þau, ef hann nær kosningu, að hann fær í hendur það alræðisvald sem fallist var á að veita forseta í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ári.
Ég sendi honum þessa kveðju hér að ofan í morgun.
Ljóð til Erdoğans
Hvar er þessi yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland?
Umfjöllun Kristrúnar um yfirlýsinguna frá mínútu 22
Í Silfrinu nú um helgina þar sem ræddar voru árásirnar á Sýrland og viðbrögð Natóríkja við þeim, hélt Kristrún Heimisdóttir því fram að Ísland hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri skilningi á þessum aðgerðum en ekki sérstökum stuðningi. Kristrún sagðist hafa tekið eftir því hvernig yfirlýsing Íslands var orðuð, lagði áherslu á að orðalag hennar skipti máli og að slíkar yfirlýsingar væru ekki léttvægar því þær væru lesnar upp í sendiráðum og utanríkisráðuneytum um allan heim (frá og með 22. mínútu). Halda áfram að lesa
Lítill stuðningur við Kúrda á Íslandi
Og næst verður það „aldrei aftur Rojava“?
Þessi undirskriftasöfnun hefur nú staðið í tæpar 3 vikur. Undirtektir hafa verið dræmar, innan við 2000 manns hafa lýst stuðningi við það að Ísland fordæmi innrás Tyrkja í Afrín. Halda áfram að lesa
Önnur kveðja til Erdoğans
Ræðismaður Tyrklands á Íslandi svaraði beiðni minni um að koma kveðju minni til Erdoğans á miðvikudag. Hann var hinn elskulegasti og sagðist hafa framsent hana á sendiráðið í Osló, sem sér víst um samskiptin við Tyrkland. Ég hafði reyndar sent þeim póstinn líka og mun þá snúa mér þangað hér eftir. Halda áfram að lesa