Skiljanlegt

natoVinkona mín hefur komist að þeirri niðurstöðu að innrás Bandaríkjamanna í Afghanistan hafi verið “skiljanleg”.

Já. Ég skil þá vel. Ég skil líka ofsóknir Nasista á hendur Gyðingum. Ég skil yfirgang Ísraelsmanna í Paelstínu. Ég skil kosningasvindl og mannréttindabrot. Ég skil ofbeldismenn og morðingja. Ég skil náttúruníðinga, ég skil foreldra sem vanrækja börnin sín.

Mannkynið stjórnast af græðgi, sjálfselsku og ótta. Það er okkur eðlislægt að valta yfir aðra, kúga þá og svívirða sem minna mega sín og ryðja þeim úr vegi sem hindra okkur í því að fá það sem við viljum. Þessvegna eru allar mannanna misgjörðir ósköp skiljanlegar.

Hvort þær eru réttmætar er allt annað mál.

Bandaríkin eru eins og allir vita æðisleg. Þar á frelsið lögheimili og hann líka hann Gvuð almáttugur. Hann stendur með heimsveldinu og heimsveldið er þessvegna hafið yfir það sem er rétt, gott og siðlegt. Það er líka afskaplega skiljanlegt.

Horfinn

Nú ertu horfinn. Í bókstaflegri merkingu. Þegar ég kastaði á þig Hulinshjálmi, var hugmyndin sú að þú hyrfir úr huga mínum, ekki sú að jörðin gleypti þig. Næst nota ég varnarstaf með.

Ég veit að þú lest bloggið mitt og þar sem þú svarar ekki tölvupósti (og ég veit því ekki hvort þú lest hann) ætla ég að birta skilaboðin hér. Halda áfram að lesa

Ekki er allt sem sýnist

Ef einhver væri nógu leiðinlegur til að gera heimildamynd um eina fríhelgi í lífi mínu, yrði auðvelt að draga þá ályktun af myndinni að Eva sé í eðli sínu mikil skúringakona í ákafri karlmannsleit.

Þetta er þriðja föstudagskvöldið í röð sem ég nota til þess að þrífa íbúðina.
Það segir meira um sjónvarpsdagskrána en dugnað minn og meira um félagslyndi mitt en hreinlæti.

Örvæntingafull leit mín að stuttum og ópersónulegum kynnum af iðnaðarmanni segir svo aftur meira um ástandið á pípulögnum og rafkerfi híbýla minna en ástsýki mína.

Væna konu – hver hlýtur hana?

Konan mín er fullkomin.

Þegar ég kom í vinnuna var hún búin að gera búðina fullkomna og það sem meira er, hún var búin að laga bloggið mitt, svo nú get ég skrifað ógnalangar færslur. Svo langar að enginn nennir að lesa þær nema ég sjálf. Hún er fullkomin og mun ég leggja bölvun á hvern þann karlmann sem lítur hana girndarauga. Ég ætla að eiga hana sjálf. Og hana nú.

Ian á leiðinni

Ég keypti tvo miða á tónleikana með Iani Andersyni.

Ég þekki reyndar engan sem mér vitanlega hlustar á Jethro Tull, (nema einn sem hlustar á alla almennilega tónlist og fer á alla tónleika og er örugglega löngu búinn að tryggja sér miða) en ef aðdáandi leynist í kunningjahópnum er viðkomandi beðinn að gefa sig fram til fylgdar á tónleikana.

Ég er fylgjandi þrælahaldi

nesjavellir_310311Ég er fylgjandi þrælahaldi. Það merkir ekki að ég sé neitt á móti svertingjum. Ég tel að mannréttindasjónarmið og þrælahald geti alveg farið saman. Ég er t.d. alfarið á móti því að svelta þræla eða hýða þá ef er hægt að komast hjá því. Þessi svokölluðu mannréttindasjómarmið eru ekki einu sinni sérlega mannúðleg. Í raun er það svertingjum fyrir bestu að losna úr ömurlegum aðstæðum í Afríku og vinna einföld störf í vernduðu umhverfi.

Það er falskur tónn í málflutningi þeirra sem vilja ekki þrælahald en vilja samt vera ríkir og njóta góðrar þjónustu. Hvernig eigum við að hækka lifistandardinn ef við þufum endalaust að greiða laun og launatengd gjöld? Þeir sem leggjast gegn þrælahaldi jarma stöðugt um mannréttindi en koma ekki með neinar lausnir.

Þetta mannréttindalið er alveg jafn fatlað og umhverfisverndarpakkið. Sömu ruglrökin, náttúran á sig sjálf, náttúran hefur sinn rétt, réttur óæðri vera skiptir meira máli en okkar gróði, náttúruvernd borgar sig til langs tíma litið. Sömu rökin. Sömu aularnir.