Ekki er allt sem sýnist

Ef einhver væri nógu leiðinlegur til að gera heimildamynd um eina fríhelgi í lífi mínu, yrði auðvelt að draga þá ályktun af myndinni að Eva sé í eðli sínu mikil skúringakona í ákafri karlmannsleit.

Þetta er þriðja föstudagskvöldið í röð sem ég nota til þess að þrífa íbúðina.
Það segir meira um sjónvarpsdagskrána en dugnað minn og meira um félagslyndi mitt en hreinlæti.

Örvæntingafull leit mín að stuttum og ópersónulegum kynnum af iðnaðarmanni segir svo aftur meira um ástandið á pípulögnum og rafkerfi híbýla minna en ástsýki mína.