Þá er ég búin að sinna samkvæmisskyldum mínum fyrir næstu 5-6 árin.
Eldri kona spurði hvort ég væri dóttir afmælisbarnsins, (sem er rúmu ári eldri en ég). Ég sagði henni ekki að lesa Dale Carnegie betur, útskýrði ekki einu sinni að það þyrfti að vera um 10 ára aldursmunur til að þetta hallærislega mannblendnistrix hitti í mark. Brosti bara og sagði eitt orð, nei. Ég kann mig svo vel. Halda áfram að lesa