Á framabraut

Nú er ég farin að fá æsispennandi tilboð um að gefa líknarfélögum vinnuna mína. Það hlýtur að merkja að ég sé álitin listamaður. Aldrei leit nokkur maður á mig sem listamann á meðan ég var bara ljóðskáld.

Gerðu áhugamál þín að bissniss og þú verður álitinn listamaður.

Púff!

-I don´t play games, -segir sjálfviljugur þátttakandi í battsjellorþáttunum. Og dindilinn sem kom sér sjálfur í þá aðstöðu að þurfa að hafna sæg kvenna, segist ekki vilja særa neinn.

Eru það bara fávitar sem vilja vera með í þessum þáttum?