Af undarlegri uppblossun ástsýki minnar

Einn rólegur dagur og ég verð heltekin af draumórum um loðnara kynið. Búin að máta 10 eða 12 menn inn í fantasíuna um sunnudagsmorgun í eldhúsinu, með bökunarlykt og sunnudagskrossgátu og öllu, en enginn þeirra fellur almennilega að ímyndinni. Ég sakna manns sem ég þekki ekki (ef hann er þá til). Þetta er ekki lagi, ég meina það. Halda áfram að lesa

Á jaðrinum

Sumt virðist of augljóst til að maður geti almennilega trúað því.

Maður hugsar sem svo að ef þetta væri nú þannig í pottinn búið, þá hlyti það annaðhvort að vera uppi á yfirborðinu, eða þá svo rækilega falið að manni dytti það ekki í hug. Maður gerir sig að fífli með því að ganga út frá því að hið augljósa sé misskilningur, kjaftasaga eða varnarháttur. Halda áfram að lesa

Frekjur

frekjurÉg tími ekki að eyða þessum hálfa frídegi mínum í rannsóknarvinnu svo takið því sem ég segi með fyrirvara, en mig minnir að um helmingur þess fjár sem ríki og sveitafélög setja í menningarmál, fari í íþróttastarf. Halda áfram að lesa

Saga handa Anonymusi

Einu sinni var lítið lýðræðisríki sem hét Afþvíbaraborg. Í Afþvíbaraborg giltu lög og reglur eins og í öðrum lýðræðisríkjum. Afar sanngjörn lög og fullkomin. Ein greinin í lögum um rétt manna til atvinnu, kvað t.d. á um að menn mættu byggja ljótar og illalyktandi síldarbræðsluverksmiðjur í almenningsgörðum, ef þá langaði í nýjan fjallajeppa. Í lögum um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna sagði að menn mættu beita maka sína „líkamlegum hvatningaraðgerðum innan hóflegra marka“ ef þeir leggðu ekki nógu mikið til heimilisins. Svona var nú réttarfarið fullkomið í Afþvíbaraborg. Allt skráð í bókina með milligreinum, reglugerðum og öllu. Halda áfram að lesa