Túlkunargleðin í hámarki

páfiFlestir vestrænir fréttaskýrendur telja að muslimar hafi mistúlkað orð páfa.
Páfi ætlaði víst alls ekkert að gera lítið úr islam. Hann vitnaði bara í miðaldagaur sem sagði að Múmhammeð hefði ekki fært heiminum neitt nema illsku. Nei ég skil bara ekkert í því, svona ef maður skoðar samskipti arabaheimsins og Vesturlanda síðustu árin að muslimir hafi túlkað þetta sem móðgun.

Takk

Kann ég betra orð?

Til er fólk sem virðir hinar undarlegustu þarfir manns þótt það skilji þær ekki.
Ég hef líklega einhverntíma sagt þér að ég er ekki haldin sannleiksást heldur rótgrónu öryggisleysi veikburða sálar með harðan skráp. Það er andlegt, helvítis krabbamein sem étur mann að innan. Ég býst ekki við að krabbameinslyf séu bragðgóð eða geislameðferð þægileg.

Takk fyrir að lofa að meiða mig þegar ég bið þig um það, þótt þú skiljir ekki hvernig það getur flokkast sem miskunnsemi. Það er eitthvað guðdómlegt við frelsið þótt það sé einmanalegt.

Strengurinn

Eva: Þú sem ert vitur. Getur þú sagt mér hverskonar fávitaháttur það er að halda alltaf áfram að treysta mannskepnunni, þótt reynslan sýni að fólk bregst?
Ljúflingur: Þeir sem treysta engum verða geðveikir. Þú ættir að vita það. Trixið er finna út hvar fólk er líklegast til að bregðast og hleypa því ekki inn á það svið nema reikna með því að það geti farið á versta veg. Halda áfram að lesa

Hugvekja dagsins

Eldur getur leynst undir sinunni og blossað upp við smávegis vindkviðu. Það er óþægilegt, ógnvekjandi, stundum alveg skelfilegt. En ég þekki engan sem er svo glær að halda að eldur kvikni af sjálfum sér.

Í gær kveikti ég í vaxpottinum. Ég sjálf. Ég stillti helluna á hæsta hitastig og ráfaði svo burt. Ég hef vanið mig á að vera heppin (reykskynjarar færa manni t.d. mikla heppni) svo ég uppgötvaði það í tíma. Halda áfram að lesa