Trúarbrögð

Ég stend í eilífu stríði við pöddur og vírusa og hef því verið að hugsa um að fá mér Makka, sem ku víst ekki vera jafn lúsasækinn. Bar málið undir tölvugúrú tilveru minnar um daginn og það var engu líkara en að ég hefði Sússað í návist kaþólskrar nunnu. Jújú, hann skrifar svosem alveg undir að þar sem ég noti tölvur svo til eingöngu til ritvinnslu og geri fátt annað á netinu en að blogga, lesa blöðin og skrifa tölvupóst, þá geti Makkinn svosem dugað en Pésinn sé samt sem áður einfaldlega betri. Hvað það merkir er hinsvegar eitthvað óljóst. Hann heldur því líka fram að þótt Makkinn sýkist síður þá geti það alltaf gerst og það sé bara meiri háttar aðgerð að laga það.

Ég hef ekki heyrt neinar sjúkrasögur af Makkatölvum en ég þekki heldur engan sem notar Makka. Hef grun um að þessi andúð vinar míns á Makkanum eigi meira skylt við trúarbrögð en reynslu en velti því líka fyrir mér hvernig standi á því að Pésinn, iðandi af ógeðspöddum, sé svona miklu vinsælli. Er það vegna tölvuleikjafíknarfjandans eða er hann „einfaldlega betri“? Viðbrögð óskast.

 

Sendi fávita í fýluferð

Ef einhver segði mér allan sannleikann um sjálfan sig í netspjalli þætti mér hann annaðhvort óvenju óspennandi eða afspyrnu heimskur. Sennilega hvorttveggja. Ég reikna ekki með að fá rétta mynd af manni í gegnum msn. Ef það væri hægt gæti maður allt eins stofnað til internethjónabands. Ég ætlast ekki til að í lífi manns á fertugsaldri sé allt slétt og fellt, er ekki einusinni viss um að það væri eftirsóknarverður karakter en ég ætlast hins vegar til þess, þegar einhver vill hitta mig, að þær upplýsingar sem hann gefur mér áður standist. Halda áfram að lesa

Veiðimannseðlið

Hugz segir í kommenti:

Veiðmannseðlið er innbyggt í tegundina, þú kemst ekki hjá því. Ef það vantar þá ertu að tala um einhverja hliðartegund eða þá að þú hefur rekist á geimveru á djamminu. Sem kæmi svo sem ekki mikið á óvart miðað við sumt sem maður rekst á þar.

Eitt get ég sagt þér um kynni mín af veiðimönnum góurinn minn: Halda áfram að lesa

Uhhh?

Ég taldi mig vera svona heldur til hægri í pólitík en samkvæmt þessari könnun er ég argasti kommi og líka mun frjálslyndari en ég hefði talið. Ég held reyndar að fáir nái því að vera hægrimenn samkvæmt þessu prófi svo það er kannski ekki mikið að marka það.

 

Nýtt runktæki óskast

Mig vantar einsemdarrunkara í staðinn fyrir bloggið. Það er bara ekki hægt að bjóða lesendum upp á þetta eymdarklám svona árum saman en ég hef ekki fundið neitt sem virkar betur. Ég hef ekki skoðað vísindalegar rannsóknir á viðbrögðum fólks við einmanaleika. Held samt að hjörtunum svipi saman í þessu sem öðru.

Þegar karlmenn verða einmana dunda þeir sér við að tosa í tillann á sér, held ég. Halda áfram að lesa