Hvaðan kemur sú hugmynd að skyr sé eina próteinuppsprettan sem líkamsræktarfólki stendur til boða? Ekki svo að skilja að ég hafi neitt á móti skyri, mér finnst það alveg ágætt, með sykri og rjóma að sjálfsögðu. Ég er bara svo hissa á þessari áherslu á einmitt skyr. Hvernig er það í öðrum löndum, þar sem skyr er ekki til? Setja útlenskir endorfínfíklar tófú eða fisk saman við ávaxtamaukið? Eða eru allir bara pervisnir í útlöndum?