Út með ruslið

Stundum þarf maður að losa sig við eitthvað sem maður hefur haldið mikið upp á af því að það er orðið ónýtt og gagnast manni ekki lengur. Gerir jafnvel meiri skaða en gagn. Maður geymir t.d. ekki myglaða köku. Stundum er svosem hægt að lappa upp á það sem hefur skemmst. Einu sinni átti ég t.d. fallega Alparós sem fékk lús. Ég hefði sennilega getað drepið lúsina með dálítilli vinnu en rósin skipti mig ekki nógu miklu máli til þess að ég væri tilbúin að til að hafa pöddur á heimilinu svo ég henti henni. Halda áfram að lesa

Alveg að fara að flytja

Ég afhendi íbúðina um mánaðamótin. Finn samt ekki fyrir neinum flutningakvíða, kannski af því að við Anna ætlum saman í helgarferð um leið og ég er búin að skila lyklunum og ég hlakka svo mikið til þess að ég er hreinlega á hjólum. Ég lifði á galdraráðstefnunni síðasta haust fram að jólum en nú er ég farin að þurfa sárlega á tilbreytingu að halda.

Talandi um flutninga: Ég þarf að losa mig við stórt amerískt hjónarúm, borðstofustóla, lítið nett sófasett, þvottavél, kæliskáp og uppþvottavél. Áhugasamir sendi póst á eva@nornabudin.is

 

Nett pirrandi

Mér finnst með ólíkindum að það skuli ekki vera hægt að treysta á milli 10 og 20 hræðum fyrir lykilorði á lokaða vefsíðu. Ég hefði haldið að það væri í verkahring eiganda síðunnar að ákveða hvenær er tímabært að opna hana en það eru víst ekki allir sammála mér um það.

 

Ekki benda á mig

Það er eitthvað svo subbulegt við að einn maður fái 900 milljónir fyrir að hætta að vinna.
Svo subbulegt að við getum sameinast um að hneykslast á því að þetta forríka kapítalistasvín skuli sofa á næturnar.
Allavega á meðan við hugsum sem minnst út í það að meðalmennið á Íslandi er tekjuhærra en 80% jarðarbúa og á samt ekki við neina svefnerfiðleika að stríða vegna auðæva sinna. Sumir hinsvegar sofa illa af fjárhagsáhyggjum þrátt fyrir þau.

Lögmál: Sá er er ósiðlega ríkur hlýtur alltaf að vera ríkari en ég.