Frjádagur og frú eru að undirbúa krossferð gegn stóriðju og fara héðan á föstudaginn. Lærlingurinn kom heim frá Ítalíu í gær og ég er dauðfegin að þurfa ekki að vera hér ein allan daginn á meðan þau bjarga heiminum. Eins og ég er annars lítt mannelsk, þá hættir mér til að deyja úr leiðindum ef ég hef ekki félagsskap.
Blóð og sæði
Það er annars athyglisvert að náin tengsl skuli nánast alltaf vera skilgreind út frá fjölskylduböndum eða kynlífi. Rétt eins og ekkert vitrænt geti komið út úr samskiptum nema maður sulli blóði eða sæði saman við og búi svo til karla og kerlingar úr deiginu. Halda áfram að lesa
Hjal
Situr klofvega ofan á mér, hlæjandi og heldur úlnliðum mínum við axlirnar.
-Ég gæti kitlað þig.
-Þú vogar þér ekki!
-Ég gæti það. Ég er sterkari en þú.
-Virkilega? Halda áfram að lesa
Æi greyin mín
Voðalega fer það illa í fínu taugar landans ef einhverjum lúða tekst að fá óskir sínar uppfylltar.
Ætli það hafi nú ekki skeð á hærri stöðum að menn hafi skrifað sín eigin meðmæli eða fengið vini sína til þess og sent þau svo til undirritunar? Og hvað með það þótt Geir garmurinn hafi fengið Vigdísi og Ólaf í lið með sér? Skaðar það einhvern? Er það ósiðlegt? Halda áfram að lesa
Viðbótarplan
Já, ég ætla líka að vera búin að horfa á heila seríu af einhverjum góðum afþreyingarþáttum. Kannski Boston Leagal. Ég hef ekki horft á heila seríu af neinu heiladrepandi síðan ég lagðist í viku törn af Friends vegna illrar mixtúru af óhamingju, hálsbólgu og bílleysi í janúar árið 2000. Ætla samt að hafa geðslegri forsendur í þetta sinn.
10 ára planið
Þann 1. júlí 2017 verð ég:
-Nógu rík til að ráða fólk í öll verk sem mig langar ekki beinlínis að vinna sjálf.
-Með sömu fituprósentu og í dag.
-Amma (að vísu fær það plan dræmar undirtektir hjá niðjum vorum en ef fortölur duga ekki má alltaf nota gamla, góða húsráðið, að leita uppi smokkasafn heimilisins og leggja á það títuprjónsálög.)
-Hætt að tárast af væmni (ég þoli ekki þennan veikleika hjá sjálfri mér).
-Ennþá gift manninum sem ég giftist sumarið 2008. (Þar sem doktorsnefnan hefur jafnan tekið bónorðum mínum heldur fálega, reikna ég með að beina kröftum mínum heldur að karli einum kankvísum. Hver hann verður veit nú enginn og þá síst hann sjálfur en ástæða er til að ætla að hann verði góður við konuna sína.
-Búin að verja a.m.k. 3 mánuðum við hjálparstörf á stríðshrjáðu svæði.
-Óþolandi hamingjusöm.
Takk fyrir mig
Þúsund þakkir fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ég vssi ekki að síminn minn gæti tekið á móti svona mörgum sms-um. Og þið sem reynduð að hringja; ég er ekki alveg svona símafælin, ég slökkti ekki á símanum til að losna við að svara, heldur af því að ég var fyrst í kaffiboði og svo að vinna. Ég er líka búin að fá allt of dýrar og fínar gjafir. Held að pabbi og Ranga séu endanlega gengin af vitinu. Halda áfram að lesa