Spegillinn fjallar um tengdadóttur mína Ógnvald samfélagsins í kvöld. Þátturinn er kl 18:25, strax að loknum kvöldfréttum, á rás 1.
Bölbæn dagsins
Ég vil þakka sætu stelpunni hjá Vísa, sem bjargaði hinum innkomumikla laugardegi með því að lána mér kort í posann og veita mér sálgæslu í geðbólgu minni gagnvart því eymdarinnar fyrirtæki Símanum sem hefur nú náð nýjum hæðum í slæmri þjónustu. Halda áfram að lesa
Ef þú vilt búa á Íslandi …
…gættu þess þá að berjast ekki gegn þessu með neinum róttækari aðgerðum en að rölta um Austurvöll með mótmælaskilti.
Það ógnar grundvallargildum samfélagsins að anda á þessa öðlinga.
Nokkrar staðreyndir í framhaldi af fyrri færslum
Fleiri en 800.000 Indverjar hafa hrakist frá heimilium sínum vegna stóriðju.
Miðað við þær stóriðjuframkvæmdir sem eru í deiglunni í Indlandi má reikna með að 1,5 milljón til viðbótar hrekist á vergang á næstu árum.
Sagan af Miriam Rose
Miriam ólst upp í Bretlandi. Foreldrar hennar eru umhverfissinnar. Þau eru aktivistar en hafa þó ekki, svo Miriam viti til, tekið þátt í aðgerðum sem teljast ólöglegar. Þau stunduðu lífræna ræktun og ráku fair-trade verslun þegar hún var barn. Í dag býr faðir hennar í Póllandi þar sem hann hefur helgað sig baráttu smábænda gegn erfðabreyttum matvælum. Miriam er alin upp við meðvitund gagnvart náttúrunni og við þá trú að vel stæðu fólki beri heilög skylda til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Halda áfram að lesa
Sagan af Devram Nashupatinath
Devram Nashupatinath er bóndi. Hann býr við ána Narmada á Norður Indlandi. Hann á 7 börn. Devram tilheyrir Adivasi fólkinu. Hann ólst upp á sama landi og langalangafi hans og þar bjó hann þar til í fyrra. Ekki af því að landið væri svo frábær bújörð heldur af því að hann átti ekki um neitt annað að velja. Devram er ólæs og tilheyrir einni af lægstu stéttum samfélagsins.
Samkvæmisleikur
Í gær heyrði ég athyglisverða sögu af afbrotamanni sem í tilteknu landi er sakaður um að vera ógn við þau gildi sem samfélagið grundvallast á (threat to fundamental society values.)
Það fyrsta sem mér datt í hug var að Usama BinLaden eða einhver vina hans hefði verið handtekinn og ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði afganginn af sögunni. Þykja mér þarna stór orð notuð um ómerkilegan glæp. Stjórnvöld í þessu landi (sem er skilgreint sem lýðræðisríki) hafa greinilega allt aðrar hugmyndir um „grundvallargildi“ en ég. Sem vekur aftur spurningar um það hvort lýðræðislega kjörin Talibanastjórn ætti rétt á sér. Trú minni á ágæti svokallaðs lýðræðis hefur hnignað verulega á síðustu árum.
Sagan kom mér til að velta því fyrir mér hvaða glæpir það eru sem ógna grundvallargildum íslensks samfélags. Hver eru þau gildi sem gera Ísland að ríki lýðræðis og frelsis? Hvaða glæpamenn á Íslandi gætu átt á hættu að fá á sig ákæru af þessu tagi? Það fyrsta sem mér datt í hug var landráðamálið, þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson innrituðu okkar í árásarstríð gagnvart fólki sem við áttum ekkert sökótt við. Vinkona mín nefndi fyrst rétt hvers manns til einkalífs og taldi þá sem stóðu fyrir því að hlera símann hjá Svavari Gests og félögum helst seka um að ógna þeim rétti. Einhvernveginn hef ég samt á tilfinningunni að okkar saksóknari myndi fremur nota þessi orð um sjúklingana á Litla Hrauni en um þá valdsmenn sem raunverulega eru í aðstöðu til að hrista stoðir lýðræðisins.
Hvað dettur lesendum í hug? Hver eru grundvallargildi íslensks samfélags og hvaða glæpamenn ógna þeim gildum? Þegar ég er búin að fá nokkur svör ætla ég að segja nánar frá þessu sérstæða sakamáli.