Ef þú vilt búa á Íslandi …

…gættu þess þá að berjast ekki gegn þessu með neinum róttækari aðgerðum en að rölta um Austurvöll með mótmælaskilti.

Það ógnar grundvallargildum samfélagsins að anda á þessa öðlinga.

One thought on “Ef þú vilt búa á Íslandi …

  1. Ég villtist hingað inn af síðunni hennar Hildigunnar. Úff! Ekki gott mál hvernig þróunin er á blessaða Skerinu :/. Gott að fólk eins og þú vekur athygli á þessu…

    Posted by: Hafdís | 25.09.2007 | 7:41:56

    ————————————————————–

    Kæra Eva, Þetta er voðalega pólitískt rétthugsandi hjá þér en hverjum er ekki sama og hvað máli skipti það ef manni væri ekki sama ? Hvernig væri að berjast fyrir þeim 760 manneskjum sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í RVK í staðinn ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 25.09.2007 | 12:54:27

    ————————————————————–

    Mér er t.d. ekki sama.

    Gott mál að berjast fyrir þeim sem eru á biðlista hjá borginni. Ef þú ert eitthvað að vinna í því máli þá skal ég styðja þig. Ég hef hinsvegar á tilfinningunni að þú hafir nákvæmlega ekkert meiri áhuga á fátækum Íslendingum en fátækum Indverjum.

    Það er voða auðveld lausn að segja þeim sem nenna að standa í hugsjónastarfi hverju eigi að berjast fyrir. Miklu auðveldara en að gera það sjálfur. Við Íslendingar látum útlendinga um mótmæli eins og önnur skítastörf. Reyndu að hafa áhrif á baráttumál annars fólks þegar þú sjálfur ert tilbúinn til að rífa þig upp af rassgatinu og gera eitthvað.

    Posted by: Eva | 25.09.2007 | 13:51:08

    ————————————————————–

    Mikið er ég sammála þér Eva í savari þínu til Guðjóns!

    Posted by: Þorkell | 25.09.2007 | 20:04:19

    ————————————————————–

    Kæra Eva, ég mundi aldrei draga eindrægni skoðanna þinna í efa nú hæfni þína til að mynda þær. Ég er einungis að tjá þá skoðun mína sem ég held að flestir landsmenn deili með mér, horfum til okkar eigin vandamála áður en við förum að leysa vandamál annara. Er það virkilega ekki meira ákallandi að leysa húsnæðisvanda einstæðra mæðra (sbr.nýlegar fréttir) en að leysa vandamál Indverja gagnvart Alcoa. Eru þessi Indverjar ekki fullfærir um að leysa sín mál sjálfir ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 26.09.2007 | 8:50:27

    ————————————————————–

    Nei Guðjón, fólk sem er ólæst og býr bæði við örbirgð og við það samfélagsviðhorf að það tilheyri óæðri tegund, getur ekki leyst sín mál hjálparlaust. Hvaða heimsins vandamál er brýnast að leysa verður hver að svara fyrir sig. Á meðan ég sé þig ekki lyfta litla fingri til að leysa eitt einasta þeirra, hef ég engan áhuga á skoðunum þínum á því hvar skuli byrja.

    Posted by: Eva | 26.09.2007 | 11:58:28

    ————————————————————–

    Snilldarsvar hjá þér til Guðjóns, Eva.

    Ef ég vil berjast fyrir réttindum kvenna á Íslandi, þá kemur einhver snillingurinn og segir: Af hverju ertu ekki frekar að berjast fyrir fátækt fólk í Afríku eða Indlandi?

    Svo ef þú vilt berjast fyrir málstað fátækra Indverjar, þá kemur: Af hverju ertu ekki frekar að berjar fyrir fátækar konur (og karla) á Íslandi?

    Og yfirleitt er þetta fólk sem sjálft er ekki að berjast fyrir neinu, nema kannski eigin forréttindum.

    Posted by: Svala | 26.09.2007 | 12:48:52

    ————————————————————–

    Kæra Eva og Svala, Ég hef reyndar gert mitt í þessum efnum en vafalaust gæti ég gert meira. Hins vegar er spurningin sú hvernig þið finnið út að fólk hafi rétt til þess að hafa skoðun á hlutunum. Þegar maður hefur farið í fangelsi vegna þeirra ? Þarf að leggja fram bankakvittanir til að mega hafa skoðun á málefnum ?

    Posted by: Guðjón Viðar | 26.09.2007 | 13:56:21

    ————————————————————–

    Þú mátt að sjálfsögðu hafa skoðanir á því hvaða málefnum ég ætti að vera að einbeita mér að. Ég hef hinsvegar engan sérstakan áhuga á þínum skoðunum á því.

    Þú mátt líka alveg hafa þá skoðun að útlendingum komi ekkert við hvernig við förum með landið okkar. Alveg eins og fólk sem lemur fjölskyldur sínar má hafa þá skoðun að nágrönnunum komi það ekki við. Það eru hinsvegar engar líkur á að ég muni sýna þeim skoðunum minnstu virðingu.

    Posted by: Eva | 26.09.2007 | 14:32:00

    ————————————————————–

    Kæra Eva,
    Mig grunar reyndar að það sé venjubundin meðferð við aðrar skoðanir en þínar eigin

    Posted by: Guðjón Viðar | 27.09.2007 | 16:39:06

    ————————————————————–

    Það er reyndar rangt hjá þér Guðjón. Ég ber virðingu fyrir ýmsum skoðunum öðrum en mínum eigin, enda er það grundvallarforsenda þess að vera fær um að skipta um skoðun og fólk sem getur ekki leyft sér að skipta um skoðun er hálfvitar.

    Ég ber t.d. fulla virðingu fyrir þeirri skoðun að rétt sé að lögleiða fíkniefni. Ég er ekki sammála því og er til með að mótmæla því af hörku. Ég veit þó að mín þekking á fíkniefnum er ekki tæmandi og reikna með að til séu einhver rök sem við einhverjar aðstæður gætu breytt skoðun minni. Mér finnst upplýsandi að ræða þetta við þá sem eru mér ósammála, þ.e.a.s. þá sem byggja skoðun sína á rökum. Þér kann að þykja það flippað en ég ber líka virðingu fyrir skoðunum þeirra stóriðjusinna sem ekki tala út um rassgatið á sér. Ég ber hins vegar ekki virðingu fyrir þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að setja þeim engar hömlur og hundsa sjónarmið umhverfissinna.

    Til þess að ég beri virðingu fyrir skoðun þarf hún að byggjast á þekkingu og/eða virðingu fyrir náttúru, menningar og mannúðarsjónarmiðum. Af þeim ástæðum ber ég t.d. enga virðingu fyrir þeirri skoðun að samkynhneigðir megi ekki ættleiða börn. Hún er nefnilega byggð á fordómum. Ég ber heldur enga virðingu fyrir skoðun sem er studd með rökunum “af því bara”, “af því að mér finnst það” eða “af því að það hefur alltaf verið þannig”.

    Þín skoðun á því hverju annað fólk ætti að berjast fyrir er ekki einu sinni byggð á fordómum, eins og flestar heimskulegar skoðanir. Hún er í rauninni varla tæk skoðun heldur kjánalegt frekjuraus í manni sem finnst neikvæð athygli skárri en engin.

    Góðar stundir.

    Posted by: Eva | 27.09.2007 | 18:13:00

Lokað er á athugasemdir.