Ííííík

Hnakkus?

Nei, rassgat!

Ég hef aldrei lagst í djúpar pælingar um fólkið á bak við þá netpenna sem kjósa að gefa ekki upp nafn enda harla ólíklegt að ég þekki þá hvort sem er. En nú hef ég ástæðu til að halda að ég hafi átt þó nokkuð náin kynni við Hnakkus og þá allt í einu finnst mér það skipta máli.

(Síðar komst ég að því að þetta var alger misskilningur hjá mér)

Eitt erindi um afbrýðina

-Eftir á að hyggja hefði ég kannski ekki átt að segja þér þetta.
-Nú?
-Ég hefði kannski átt að reikna með möguleikanum á að þér þættu það ekki meðmæli.
-Mér finnst meðmæli að vita hvar ég hef þig.
-Þannig að þér er alveg, alveg hundraðprósent sama? Halda áfram að lesa

Ógnvaldurinn situr fyrir svörum

Reykjavíkurakademían stendur fyrir umræðufundi um grundvallargildi samfélagsins á morgun kl 17.

Ógnvaldur grunnildanna heldur stutta framsögu og svarar spurningum í framhaldinu. Sjá hér

Ég hvet að sjálfsögðu allt áhugafólk um lýðræði og tjáningarfrelsi til að mæta.

Spurning

Ég hef hingað til verið höll undir þá skoðun að heimskingjum reynist öðrum auðveldara að vera hamingjusamir. Nú er ég farin að halda að tengslin séu kannski öfug.

Einhversstaðar las ég að greindarvísitala kvenna lækkaði töluvert við barneignir. Sjálf er ég frekar greindarskert þessa dagana og hef þó ekki, svo mér sé kunnugt allavega, eignast barn í meira en 18 ár.

Getur verið að hamingjan sé forheimskandi?

Íslenskir bananar?

Bananar ættaðir frá Íslandi? Hvenær varð til íslensk bananaætt? Ég hélt að bananar væru hitabeltisávextir sem útilokað væri að rækta á Íslandi nema þá í gróðurhúsum og að þessir 3 gróðurhúsabananar sem hafa ratað í verslanir hér væru sprottnir af suður-amerísku fræi.

Getur verið að þetta sé allt saman misskilningur og að Grænlendingar séu í raun að gera tilraun til að koma sér upp stofni íslenskra nýnasista?

Annars finnst mér það besta við þessa frétt að hún skuli vera flokkuð sem innlend frétt á moggavefnum. Það er eitthvað svo ælukrúttlegt við þessa endalausu sjálfsmiðun.