Spurning

Ég hef hingað til verið höll undir þá skoðun að heimskingjum reynist öðrum auðveldara að vera hamingjusamir. Nú er ég farin að halda að tengslin séu kannski öfug.

Einhversstaðar las ég að greindarvísitala kvenna lækkaði töluvert við barneignir. Sjálf er ég frekar greindarskert þessa dagana og hef þó ekki, svo mér sé kunnugt allavega, eignast barn í meira en 18 ár.

Getur verið að hamingjan sé forheimskandi?