Scrabble

Eva: Anna. Ég get búið til orðið ‘sáðfruss’.

Anna: Ég tek það gilt. Ég hef séð svoleiðis.

 

Gjafalisti

Óli Gneisti er með dálítið sniðugt á vefsíðunni sinni. Lista yfir allt sem hann langar í. Þetta gerir fólki sem ætlar að færa honum gjöf auðvitað mun auðveldara fyrir. Ég hef oft byrjað á svona lista sjálf en þar sem mér dettur ekkert í hug nema framlög til líknarmála, bílaþvottur eða smurþjónusta gefst ég alltaf upp. Mitt fólk tekur mig nefnilega ekki alvarlega þegar ég nefni það sem virkilega gleður mig. Halda áfram að lesa

Tilbrigði

Tristan litli þvertekur fyrir að kunna bókmenntastórvirkið Búddi fór í bæinn og Búddi fór í búð. Hann söng hinsvegar fyrir mig með sama lagi, Batmann fór í bæinn. Og reyndar líka með svipuðu lagi; Kertasníkir fór til kanínu.

Allt fullkomið

Walter og Tristan bónuðu bílinn minn. Walter sá um að pússa rúðurnar og Tristan gekk á eftir honum og athugaði hvort kæmu nokkuð fingraför á rúðurnar eftir þrifin.

Mörg stig

Ég vissi alveg að ég væri búin að kynnast besta manni sem ég hef nokkurntíma orðið hrifin af en lengi getur best bestnað. Hann bauðst til að strekkja fyrir mig viftureimina í sjálfrennireið minni og það þótti mér vænt um. Ég las smávegs fyrir börnin og lék við þau á meðan en fór svo niður í bílskúr til að sjá hvernig verkinu miðaði. Nema hvað, hann var þá langt kominn með að þrífa gripinn í þokkabót. Mér finnst ekkert leiðinlegra en að þrífa bíla og það hefur enignn gert neitt svona fyrir mig áður.

Ekki nóg með það. Ég ætlaði að sýna þá lágmarks viðleitni að tæma uppþvottavélina en hann var þá búinn að því líka. Ekki veit ég hvernig það gat gerst án þess að ég tæki eftir því.

Hversu fokking demit æðislegur getur einn maður verið?

Rím

Við höfum vanist því að nota svo mörg falleg lög sem jólalög, sem er hið besta mál en gallinn er sá að textarnir sem eru notaðir við þau eru sálmar. Allt eitthvað um engla og himnaföður. Ég lýsi mig hér með reiðubúna til að taka að mér að skrifa veraldlegri kvæði við lög eins og t.d. Í dag er glatt í döprum hjörtum, Líður að tíðum, Það aldin út er sprungið o.fl. um leið og nýyrðasmiðir eru búnir að útvega mér fleiri rímorð. Ég er satt að segja búin að fá alveg nóg af ást og þjást.

Íslenskuna vantar t.d. orð sem ríma á móti elska, tungl, fífl og rassgat.
Ekki svo að skilja að ég vilji endilega nota orð eins og fífl og rassgat í jólakveðskap en þetta eru svona dæmi.
Jújú, þú getur látið rassgat ríma á móti hassfat segir sonur minn Byltingin. Það yrði nú aldeilis jólaveisla.

Tjásur:

 

Halda áfram að lesa

Jólamynd ársins

Þann 15. desember fór flokkur íslenskra jólasveina að Hellisheiðarvirkjun. Þeir færðu lötum verkamönnum fallegar smágjafir en stóriðjunni skemmdar kartöflur. Hér má sjá myndskeið frá heimsókninni. Eins og heyra má hafa sumir jólasveinanna dvalið langtímum erlendis, enda er þeim ekki lengur vært í óbyggðum Íslands. Halda áfram að lesa