Ég hef tekið eftir því að karlmönnum finnst yfirleitt afskaplega óþægilegt að vera spurðir að því hvað þeir séu að hugsa. Sem segir mér að svarið hljóti að vera einkar athyglisvert. Vinkona mín segir að það sé bara vegna þess að þeir séu að hugsa um kynlíf og reikni með óþægilegum spurningum um persónur og leikendur ef þeir viðurkenni að þeir verji að jafnaði 15 klst á dag til þess að hugsa um riðlirí. Mér finnst þetta ótrúlegt. Kynlíf er ágætt en einfaldlega ekki nógu áhugavert til að nokkur nenni að hugsa um það stöðugt. Halda áfram að lesa
Ætli maður öðlist Gvuðstrú á endanum?
Skrýtið. Þegar maður loksins hefur nóg af einhverju sem mann hefur vantað lengi virðist framboðið af því aukast. Halda áfram að lesa
Þaulsetin
Nokkrar spurningar sem vakna við lestur þessarar fréttar.
-Var klósettið þá ekkert þrifið í tvö ár?
-Af hverju datt hún ekki af klósettinu þegar hún sofnaði?
-Hvar kúkaði kærastinn?
-Ef klósettsetur ná að gróa inn í hold fólks á tveimur árum, hvernig stendur þá á því að maður heyrir aldrei fréttir af inngrónum giftingarhringjum, eyrnalokkum, úrum og öðru skarti sem fólk gengur oft með áratugum saman?
-Spurði fólk sem kom í heimsókn aldrei óþægilegra spurninga?
-Fór kærastinn aldrei að heiman yfir helgi eða hver fóðraði hana þá á meðan?
-Hvaða afsökun gaf hún fjölskyldu og vinum fyrir að hitta engan svona lengi?
-Hvernig fór jólahald fram á heimilinu?
Muse
-Einu sinni langaði mig að eiga mann sem ég vissi að myndi ekki sofa hjá mér. Hann hafði það bara ekki í sér og ég ætlaði að taka því með skilningi. Ég vissi að hann yrði góður við mig og ég hugsaði með mér að ég gæti þá bara sofið hjá einverjum öðrum. Halda áfram að lesa
Versta syndin
Birtingarmyndir dauðasyndanna sem samfélagseinkenna hafa verið mér hugleiknar í dag.
Hrokinn birtist í hverskyns valdníðslu. Við glímum við vandamál vegna hroka mannsins gagnvart náttúrunni. Lítill hluti einnar þjóðar telur sig svo rosalega innundir hjá Gvuði að það réttlæti bæði landtöku og þjóðarmorð. Borgarstjórn Reykjavíkur er skipt út álíka oft og tesíunum í Nornabúðinni og ekki eru kjósendur spurðir álits. Halda áfram að lesa
Dauðasyndirnar dásamlegu
Það sem mér finnst athyglisverðast við nýju dauðasyndirnar er að það er í raun engin þörf fyrir þær. Þótt ég hafi almennt litlar mætur á kirkjulegu valdi, má Gregorius gamli páfi (eða var það ekki hann sem kom dauðasyndunum í tísku á 6. öld?) þó eiga það að hann náði að dekka nánast allt sem gerir mannskepnuna ógeðfellda með rexinu um dauðasyndirnar. Halda áfram að lesa
Æðislegt!
Heyrt í ræktinni í morgun:
-Ég keypti mér skó.
Þeir eru að vísu of litlir en ég keypti þá samt.
Æ, þeir eru bara svo æðislegir.
Halda áfram að lesa