Brum

Unnusti minn elskulegur varði fyrsta degi sumars til að ofdekra mig.

Byrjaði á því að bjóða mér upp á ekta bröns að hætti amerískra, stakk upp á því að við skoðuðum Gljúfrastein eftir hádegið sem við og gerðum, bauð mér í dásamlegan mat á A Hansen, fyrirlestur um álfabyggðir í Hafnarfirði og svo á tónleika með Bubba Morteins. Mikið er Bubbi karlinn nú annars orðinn trúaður. Það gerist gjarnan þegar fólk hefur ekkert meira að segja.

Enduðum á drykk í Firði.

Það sem virkilega gerði daginn að sumardeginum fyrsta var þó nokkuð sem enginn kærasti í heiminum hefði getað komið í kring; ég fór út á pall og sá að trén í garði Pegasusar eru farin að bruma.

Uppfært síðar: Þess má geta að hann dömpaði mér klukkutíma eftir að ég birti þennan pistil

 

Lúxusvandamál dagsins

Hversvegna er allt í einu orðið svona erfitt að fá ljósar sokkabuxur? Það er nánast sama í hvaða búð maður fer, það eru bara til svartar og brúnar. Er þetta einhver tíska eða hvað? Mér finnst ekki fínt að vera með andlit og hendur bleiknefja en fótleggi eins og sandnegri.

Daglegt líf

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.

 

Helsi

Stundum líður mér fáránlega vel. Finnst ég njóta fullkomins öryggis og fullkomins frelsis í senn, En það verir bara nokkra klukkutíma í senn. Svo verð ég hrædd.

Ég tengi öryggi við helsi. Þarf svo sárlega á tilfinningalegu öryggi að halda en er um leið svo logandi hrædd við að missa sjálfstæði mitt að um leið og ég finn að mér er farið að líða virkilega vel, verð ég hrædd

Ótrúleg saga

Saga svo lygileg að ég gæti hafa skrifað hana sjálf en sannleikur engu að síður:Málið hófst sumarið 2006 með því að Arninbjörn Snorrason, lögregluþjónn sem kunnur er fyrir ofsa og harðræði gegn þeim sem hafa aðrar pólitískar skoðanir en hann sjálfur, ók fjórhjóladrifnum jeppa að tjaldbúðum mótmælenda í nágrenni Kárahnjúka. Engin aðgerð var í gangi og matmálstími að hefjast þegar Arinbjörn og félaga bar að garði. Tilgangur þeirra var augljóslega sá að ónáða og ögra fólkinu á tjaldstæðinu og ákvað Ólafur Páll Sigurðsson ásamt nokkrum öðrum að gefa sig á tal við gestina og gekk hópurinn í átt að bílnum.

Halda áfram að lesa

Daglegt líf í Palestínu

Má til að benda á þetta myndband sem ég sá hjá Sigga Hólm. Kannski snertir þetta myndband mig dýpra en ella af því að Haukur var í Tel Rumeida.Það eru einmitt svona hlutir sem rata ekki í fréttir og þessvegna erum við svo firrt. Við fáum fréttir af tölu látinna og særðra en lítið annað. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig það er að búa við þennan veruleika.