Dæmd …

… sek, fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Ekkert tillit tekið til þess hvernig siðmenntaðar þjóðir fara með sambærileg mál. Fyrir nú utan það að hvað sjálfa mig varðar a.m.k. þá hefur ekkert komið fram sem styður þá tilgátu að ég hafi óhlýðnast einu eða neinu enda var mér ekkert boðið upp á að færa bílinn sjálf eftir að fólkið hafði verið losað undan honum.

Hér má lesa dóminn.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál vörubílstjóra, sem sköpuðu raunverulega truflun og raunverulega hættu, verður dæmt.

Við förum auðvitað með þetta fyrir Hæstarétt.

 

Náttúrulega

Þjóðin er mætt í Grasagarðinn.

Ég treðst í gegnum mannfjöldann með hnút í maganum. Lenti einu sinni í því að troðast hreinlega niður á gólf á yfirfullum skemmtistað og varð slíkri skelfingu lostin að ég gleymdi bæði nafni og andliti mannsins sem bjargaði mér frá stórslysi. Ég hef alltaf orðið kvíðin í mannmergð síðan en svo er þetta líka bara eitthvað svo ógeðslegt. Iðandi mannhaf, mor. Það minnir svo á pöddur og það er alltaf eitthvað ónotalegt við að vera minntur á að maðurinn er padda. Að lokum komumst við að rétta básnum. Halda áfram að lesa

Aumingi

Æ hvað ég hef nú mikla óbeit á huglausu fólki og fávitum. T.d. þessum sem einn daginn kynnir sig með nafninu SS, þann næsta sem Gest og hann þriðja sem RA. Mikið vildi ég hitta þann einstakling augliti til auglitis svo ég geti sagt honum hvað mér finnst um hann. Það er bara hreinlega ekki sæmandi að birta orðbragð sem líkur eru á að ögri heimsmynd og grundvallar lífsviðhorfum saklauss fólks á opinni netsíðu. En fyrst þig langar svona mikið að hitta mig, kíktu þá bara í heimsókn næst þegar þú átt leið til landsins og ég skal bæta áhugaverðum kjarnyrðum í orðaforða þinn.

 

Borubleiking

Facebook-b2dca1

Af og til kemst ég að þeirri niðurstöðu að nefið á mér sé of stórt, brjóstin of lítil, lærin of þykk … Þessar niðurstöður eru ekki bara eitthvað rugl í hausnum á mér, þær eru fengnar með samanburðarrannsóknum. Ég horfi á fagrar konur og ég sé lítil, snotur nef, stór, hvelfd brjóst og grönn, slétt læri. Ég horfi, skoða, dreg ályktun; hlutföll mín önnur en hjá súpermódeli; ergó eitthvað er of. Halda áfram að lesa

Glætan

LOL. Löggan er áreiðanlega með sérstaka manneskju í því að taka skýrslur af fólki sem kvartar um hávaða.

Yfirfærsla

Bara ekkert ísbjarnarútkall í allan dag. Ég er svo aldeilis hissa.

Ég hef tekið eftir því að það hversu illa mér líður í pólitíkinni, stendur ekki í neinu sambandi við það hversu alvarlegir hlutir eru að gerast í heiminum eða það hve illa maður verður var við firringu, spillingu, heimsku og gleymsku. Ég verð upptekin af pólitík þegar fólk sem mér þykir vænt um hegðar sér óskiljanlega. Líklega er þetta svona yfirfærsla. Eða kannski varnarháttur. Það er alltaf hægt að afgreiða pólitískar ákvarðanir sem fávitahátt en flestir hafa tilhneiginu til að halda að það sé eitthvað flóknara þegar maður botnar ekkert í þeim sem standa hjarta manns næst.

Mig langar að kynnast þessum.

WTF?

Hópur af ferðamönnum með asískt útlit. Enginn kann stakt orð í ensku en allir áhugasamir um rúnir og íslenskar jurtaolíur.
Eftir 20 mínútna mixtúru af actionary og pictionary kemur svo í ljós að þeir tala reiprennandi dönsku.