Þótt ég sé almennt fær um að passa mig sjálf og finnist mikilvægt að konur jafnt sem karlar haldi sjálfstæði sínu á sem flestum sviðum, hef ég samt hingað til álitið að það sé ekkert skammarlegt við að biðja um hjálp ef maður lendir í aðstæðum sem maður ræður ekki við sjálfur. Halda áfram að lesa
Af ósveigjanleika mínum
Í gær var mér sagt að fólk sem er á öndverðum meiði við mig, legði ekki í að rökræða við mig af því að ég væri svo ósveigjanleg í skoðunum að það þjónaði engum tilgangi. Halda áfram að lesa
Ótrúlegt hvaða smáatriði standa í sumum
Vissi Paul yfirhöfuð að það væri hægt að fá vegabréfsáritun til Íslands? Ef ég hefði vitað að ég þyrfti að ferðast til Ítalíu fyrst, hefði ég sennilega ályktað að ég þyrfti fyrst að fá vísa þangað og ef ég hefði óttast um líf mitt er ekkert ólíklegt að ég hefði viljað gefa villandi upplýsingar um það hvert ég væri að fara. Rakst hann á vandamál þegar hann ætlaði að sækja um? Var t.d. einhver á skrifstofunni sem hann hafði ástæðu til að óttast? Var einhver stimpill týndur?
Það geta verið ótal atriði sem skýra það hversvegna Paul sótti ekki um vegabréfsáritun til Íslands á meðan hann var í Nairobi. Raistar og bjánar (mér sýnist reyndar að þetta tvennt fari oft saman) hljóta að geta fundið eitthvað bitastæðara en það til að gera hann grunsamlegan.
![]() |
Ástandið enn ótryggt í Kenía |
Það versta
-Hvað finnst þér best við að vera einhleypur?
-Best? Það veit ég nú ekki. Jú kannski það að geta borðað í rúminu án þess að einhver sé að hafa skoðun á því.
-Oj, ég þoli ekki að sofa á brauðmylsnu. En ég fer stundum með kaffibolla og súkkulaði upp í rúm sjálf.
-Ég fer með steiktan fisk og spaghetty.
-Oj!
-Einmitt. Það er gott að vera einhleypur. Auk þess reynir enginn að draga mig fram úr fyrir hádegi um helgar.
-Hmphh! Til hvers að vera á föstu ef maður notar allan frítímann til að sofa?
-Ekkert allan. Maður vakir á næturnar.
-Þú ert í alvörunni köttur er það ekki?
-Kannski smá. Ég leggst allavega ekki ofan á blaðið á meðan þú ert að lesa það.
-Gott og vel. Það besta við að vera einhleypur er semsagt að geta stundað einhverja ósiði í rúminu óáreittur, en hvað er þá verst við að vera einhleypur?
-Það versta er að vera stakur þar sem allir eru pör. Hafa engan maka þegar maður mætir á árshátíð. Við vorum í matarklúbbi. 3 pör. Mér væri velkomið að vera með áfram en ég gæti ekki hugsað mér að mæta einn.
-Finnst þér ÞAÐ í alvöru verst? Hvað með að sofa einn, borða einn … verðurðu aldrei einmana?
-Jújú,ég verð oft einmana, sagði hann, – en ég varð líka oft einmana á meðan ég var í sambúð.
Það,. sagði ég, er líklega það eina sem við eigum sameiginlegt.
Tilfallandi
Ég hef lúmskan grun um að tæki séu ekki eins heimsk og þau líta út fyrir að vera. Að stundum, við einhverjar aðstæður, geti þau tekið sjálfstæðar ákvarðanir eða gefið okkur skilaboð. Halda áfram að lesa
Fátt er svo með öllu illt
Afkoman skárri en þeir spáðu en hagnaðurinn hefur nú samt dregist verulega saman. Það verða að teljast góðar fréttir í sjálfu sér.Ég gleðst yfir hverri krónu sem þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki verður af, sem og önnur í sama flokki, því fjárhagslegur skaði er það eina sem eigendur þeirra hafa áhyggjur af. Sæmd og siðgæði skiptir þá engu máli, hvorki mannslíf né mannréttindi, hvað þá umhverfissjónarmið.
http://www.savingiceland.org/node/1095
http://www.savingiceland.org/node/1165
http://www.savingiceland.org/doubledeath
![]() |
Hagnaður Alcoa dregst saman um 24% |
Vanhæfur
Auðvitað var hann ekki með í ráðum. Til þess eru nú allar þessar stofnanir að ráðherrar þurfi ekki að vera með nefið ofan í hverju einasta máli sem upp kemur í landinu. Verkaskipting er það kallað.
Það sem er hins vegar háalvarlegt mál er að ráðherra, gaurinn sem tekur við kærunni og er ábyrgur fyrir því hvernig hún verður meðhöndluð, er búinn að taka afstöðu til þessa máls og lýsa henni yfir opinberlega. Og það gerir hann vanhæfan. Ég veit ekki hver annar ætti að fjalla um kæru á hendur Útlendingastofnun en það er allavega á hreinu að Björn er ekki rétti maðurinn til þess.
Merkilegt líka að Björn segir eitthvað á þá leið að það verði að skoða réttarstöðu hvers og eins. Það var einmitt ekki gert í þessu tilviki. Málið var ekki tekið fyrir, heldur vísað burt.
![]() |
Ráðherra ókunnugt um málið |
