Þegar mótmæli fara úr böndnunum

Mótmælafundurinn á Austurvelli í gær var friðsamlegur. Fólk er að vísu orðið bæði langþreytt og langreitt og sú frábæra ræðukona Katrín Oddsdóttir tilkynnti ráðamönnum að ef ekki yrði boðað til kosninga fljótlega, myndi lýðurinn sjálfur sjá um að bera menn út úr opinberum byggingum. Enginn var þó borinn út í þetta sinn og þótt reiðin kraumi líkt og eldfjall sem býst til að gjósa, var allt var með hinni mestu spekt.

Halda áfram að lesa

Haukur tekinn úr umferð -valdníðsla í verki

Haukur var handtekinn í kvöld og honum gert að afplána 14 daga fangavist. Forsaga málsins er sú að í desember 2005 fékk Haukur á sig sektardóm vegna aðgerðar á vegum Saving Iceland. Hann kaus vitanlega að sitja af sér dóminn, þ.e. 18 daga, en var sparkað út á 5. degi til að rýma til fyrir öðrum aktivista sem þurfti að taka úr umferð. Honum var þá sagt að hann yrði kallaður inn síðar þegar fangelsismálastofnun hentaði. Hann reiknaði þó ekki með að vera hirtur upp af götunni án nokkurs fyrirvara.

Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður þekkir þess ekkert dæmi að fangelsisyfirvöld skipti afplánun niður að eigin geðþótta. Það þarf mjög góðar ástæður til og einu dæmin sem þekkjast um að svo stuttum dómi sé skipt er ef sá dæmdi fer sjálfur fram á það vegna sérstakra aðstæðna, t.d. ef ástvinur fellur frá. Auk þess ber fangelsisyfirvöldum að boða fólk í afplánun með minnst 3ja vikna fyrirvara.

Ég tel engum vafa undirorpið að þessi óvenjulegu vinnubrögð, sem eru skýlaust mannréttindabrot, standa í beinu samhengi við það hve mikla athygli baráttuaðferðir Hauks hafa vakið. Tímasetningin er engin tilviljun. Undanfarna laugardaga hafa aðgerðasinnar staðið fyrir táknrænum gjörningum sem eftir er tekið og fá þeir skýr skilaboð um að betra sé að halda sig á mottunni, ganga ekki lengra en að halda ræðu eða veifa spjaldi.

Það er óþolandi að valdníðslan sem Íslendingar búa við skuli jafnvel ná til tjáningarfrelsins. Því er ætlunin að halda upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu strax að loknum mótmælafundi á Austurvelli á morgun og mótmæla þessum vinnubrögðum.

Mætum öll, fyrst á Austurvöll og svo upp að Hverfissteini. Höfum hátt og sýnum valdhöfum fram á að ekki verði þaggað niður í okkur með valdníðslu.

Haukur handtekinn

haukur_hilmars.jpg

Það er hrein og klár valdníðsla hvernig að þessu er staðið og greinilegt að tilgangurinn er sá að kippa honum úr umferð fyrir mótmælin í dag.

Hópur fólks ætlar að ganga að lögreglustöðinni á Hverfisgötu strax eftir mótmælafundinn á Austurvelli í dag og lýsa óánægju sinni með þessi vinnubrögð. Ég hvet alla til að mæta, bæði á Austurvöll og að Hlemmi á eftir.

mbl.is Bónusfánamaður handtekinn

Valdníðsla í verki

Það er hrein og klár valdníðsla hvernig að þessu er staðið og greinilegt að tilgangurinn er sá að kippa honum úr umferð fyrir mótmælin í dag.

Hópur fólks ætlar að ganga að lögreglustöðinni á Hverfisgötu strax eftir mótmælafundinn á Austurvelli í dag og lýsa óánægju sinni með þessi vinnubrögð. Ég hvet alla til að mæta, bæði á Austurvöll og að Hlemmi á eftir.

mbl.is Bónusfánamaður handtekinn

Handtekinn vegna orðróms?

Mér voru að berast óstaðfestar fréttir af því að raunverulega ástæðan fyrir skyndilegri handtöku Hauks í gær, væri, eins og viðmælandi minn orðaði það ‘vegna gruns um meintan ásetning’. Í fréttablaðinu í gær kemur fram að samkvæmt ‘orðrómi innan lögreglunnar’ ætli einhverjir harðkjarnamenn að efna til óeirða í dag.

Haukur hefur að vísu aldrei verið viðriðinn neitt sem með góðum vilja mætti flokka sem óeirðir en lítill fugl hvíslaði því að félaga mínum að ‘orðrómurinn’ snerist um hann.

Fávitar!