Björgunarleiðandur Geirs og Sollu hljóðar m.a. upp á að í stað þess að bera fólk út af heimilum sínum þegar það getur ekki lengur borgað af lánunum, verði því leyft að leigja íbúðirnar sínar.
Viðbrögð við piparúða og táragasi
Þar sem hefur sýnt sig að lögreglan lætur ekki smábörn og gamalmenni hindra sig í að beita vopnum án viðvörunar, mæli ég þó með því að börn, sjúklingar og viðkvæmt fólk haldi sig frá Seðlabankanum þennan dag. Þeir sem vilja mæta ættu að taka með sér sundgleraugu og andlitsklúta og lesa þessa færslu. Halda áfram að lesa
Undarlegar hugmyndir
| Á ekki von á byltingu |
Alhliða aðgerðir 1. des
![]() |
Davíð frestar komu sinni |
Hvernig eigum við að borga lánin?
Nú á að bjarga hagkerfinu með því að taka lán en því er ósvarað hvernig við eigum að greiða aftur lán upp á hundruð milljarða. Við vitum að þeir sem mest skulda munu ekki borga, því fyrirtækin þeirra voru bara loftbólur, leikur að tölum, en eru í raun verðlaus.
Hvar á að skera niður? Getum við búist við endalausum ‘hagræðingum’ í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagslegri þjónustu? Hvaða atvinnubótavinnu verður okkur boðið upp á þegar verðlag er orðið svo hátt að fyrirtæki fara unnvörpum á hausinn? Hvernig á að ná hærri vöxtum út úr fólki sem er búið að missa vinnuna og er þegar með hærri greiðslubyrði en það ræður við? Hvaða ríki er líklegast til að hernema okkur (allavega viðskiptalega) þegar kemur í ljós að við getum ekki borgað?
Af hverju komast ráðamenn upp með að hegða sér eins og hinn íslenski meðaljón gerir þegar hann verður blankur, að taka bara lán sem hann getur ekki endurgreitt og ímynda sér að það ‘reddist’? Erum við virkilega svo gegnsýrð af þessum hugsunarhætti að við umberum ríkisstjórninni hann gagnrýnislaust?
Vargastefna fyrirhuguð
Þann 9. nóvember í fyrra gól ég seið gegn stóriðjustefnunni á Austurvelli. Vinnubrögðum alþingis var reist níðstöng, enda er hlutverk þingsins sem útverði lýðræðisins löngu orðið hlálegt. Ég særði vættir landsins til aðgerða og skoraði á þær: Halda áfram að lesa
Uppeldið
Reiður maður: Svo læturðu strákinn draga þig með sér í þessa vitleysu.
Móðir Byltingarinnar: Það er nú reyndar ég sem er mamman hérna.
Reiður maður: Ég held að þú ættir þá að reyna ala þennan son þinn betur upp.
Móðir Byltingarinnar: Nú? Setti hann bífurnar upp á borð? Já það er satt, þótt hann sé pólitískt séð vel heppnaður þá hefur mér ekki tekist að kenna honum umgengnisreglur.
Reiður maður: Þú veist vel hvað ég er að tala um. Svona fyrir utan það að þetta kann ekki einu sinni að þrífa sig.
Móðir Byltingarinnar: Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.
Hann frussaði eitthvað sem er ekki birtingarhæft og lagði svo á.
