Þessi maður bloggar ekki um allt sem þyrfti að gera í andspyrnustarfi. Hann tuðar ekki yfir því sem ekki er gert eða yfir því sem er gert á annan hátt en hann vildi. Hann bíður heldur ekki eftir að hundruð manna mæti á einhvern fund. Hann bara gerir hlutina sjálfur.
Einn daginn stóð þessi maður einn fyrir utan Landsbankann með skilti. Næsta dag fóru 70 manns með honum inn í bankann.
Einn daginn fór ég í Seðlabankann til að ná tali af Davíð og skora á hann að segja af sér. Um 20 manna hópur fór með mér. Seinna um daginn, þegar ég var löngu farin heim, bættust 200 manns í hópinn.
Sá sem stendur einn fær fleiri með sér. Sá sem bíður eftir að aðrir geri hlutina fyrir hann stendur áfram einn.

