Svona á að gera þetta

4870741Þessi maður bloggar ekki um allt sem þyrfti að gera í andspyrnustarfi. Hann tuðar ekki yfir því sem ekki er gert eða yfir því sem er gert á annan hátt en hann vildi. Hann bíður heldur ekki eftir að hundruð manna mæti á einhvern fund. Hann bara gerir hlutina sjálfur.

Einn daginn stóð þessi maður einn fyrir utan Landsbankann með skilti. Næsta dag fóru 70 manns með honum inn í bankann.

Einn daginn fór ég í Seðlabankann til að ná tali af Davíð og skora á hann að segja af sér. Um 20 manna hópur fór með mér. Seinna um daginn, þegar ég var löngu farin heim, bættust 200 manns í hópinn.

Sá sem stendur einn fær fleiri með sér. Sá sem bíður eftir að aðrir geri hlutina fyrir hann stendur áfram einn.

Aðgerðir dagsins

Á meðan óeirðalöggan beið í viðbraðgsstöðu eftir að æstur skríllinn sprengdi Bessastaði í loft upp, laumaðist lítill hópur aðgerðasinna að fjármálaeftirlitinu og læsti því, ekki með mannlegri keðju, heldur bara venjulegri keðju og hengilás úr byggingavörubúð.

Stofnunin var svo merkt ‘Stofnunin lokuð vegna vanhæfis og getuleysis forstjóra’

Snilld. Þessi hópur fær mörg prik hjá mér.

Og pappírstætarinn í morgun. Og Svínið á morgun. Jóla hvað?

mbl.is Reyndu að loka Fjármálaeftirlitinu

Pappírstætaraaðgerð á mánudagsmorgun

Falleg og fjölskylduvæn aðgerð er fyrirhuguð fyrir utan Landsbankann í Austurstræti í fyrramálið, frá klukkan 10 og eitthvað fram á dag.

Mætum öll og setjum reikningana okkar í pappírstætarann. Ef hátt settir bankamenn, sægreifar og stjórnmálamenn eiga að fá skuldir sínar afskrifaðar, þá á það sama að gilda um okkur öll.

Förum svo að Bessastöðum og mótmælum fjárlögunum eftir hádegið.

Hætta þessu rugli

Hversu lengi á það að viðgangast að lán séu tekin til að styðja þennan ónýta gjaldmiðil og að þeir verst settu séu beittir endalausum ‘hagræðingum’?

Flykkjumst að Bessastöðum og skorum á Óla að samþykkja ekki fjárlögin.

Sjá hér.

Mér finnst svo að þeir sem vilja ættu að nota tækifærið og krefjast þess líka að hann beiti sér gegn lántökum til að styrkja krónuna.

Bessastaðir á mánudag

Á mánudag kl 14 ætlar hópur fólks að Bessastöðum og skora á forsetann að samþykkja ekki fjárlögin.

Ríkisstjórnin ætlar að beita skurðarhnífnum af mestri hörku gagnvart þeim sem minnst mega sín og það samþykkjum við ekki.

Mætum öll og höldum uppi friðsamlegum mótmælum gegn niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og velferðarkerfinu.