Bessastaðir á mánudag

Á mánudag kl 14 ætlar hópur fólks að Bessastöðum og skora á forsetann að samþykkja ekki fjárlögin.

Ríkisstjórnin ætlar að beita skurðarhnífnum af mestri hörku gagnvart þeim sem minnst mega sín og það samþykkjum við ekki.

Mætum öll og höldum uppi friðsamlegum mótmælum gegn niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og velferðarkerfinu.

One thought on “Bessastaðir á mánudag

  1. —————————————————————–

    Mér finnst að Ólafur Ragnar ætti að fara frá. Hann er ekki saklaus ,hann var of mikið með þessum mönnum.

    Margret (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 17:36

    —————————————————————-

    Ég er sammála þér. Þú getur notað tækifærið og komið þessu áliti þínu til skila.

    Eva Hauksdóttir, 21.12.2008 kl. 18:09

    —————————————————————-

    Yfirklappstýra útrásarvíkinganna … já … hann ætti að fara frá.

    Það hefur margt komið í ljós síðan hann var „kosinn“ síðast … eða fékk embættið án mótframboðs.

    AceR, 21.12.2008 kl. 19:45

Lokað er á athugasemdir.