Hlýddu

Ég hef gaman af orðum sem tákna tvennt ólíkt. Orðið ‘hljóð’ er sennilega undarlegasta orð íslenskunnar því það táknar í senn hávaða og þögn. Hvernig á að útskýra svona rugl fyrir nýbúum?

Halda áfram að lesa

Nixen

Framundan er 40 mínútna ganga í sólinni og engin sjoppa á leiðinni svo það er ekki inni í myndinni að yfirgefa þorpið án þess að koma við hjá kaupmanninum og pikka upp einn grænan. Leiðin er falleg en þessa stundina er ekki hægt að segja það sama um mig. Það kemur svosem ekki að verulegri sök því vegurinn er fáfarinn og ég þekki hvort sem er engan hér en djöfull skal ég vera snögg að fara í hlírakjól þegar ég kem heim. Það hæfir ekki svona sólbökuðum öxlum að vera faldar undir vinnusloppnum af elliheimilinu. Halda áfram að lesa

Lýðræði ER kjaftæði

Úr stöðugleikasáttmálanum:

Ríkisstjórnin mun greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þjóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvera í Helguvík og Straumsvík.

Svo mælti vinstri hreyfingin grænt framboð, sem hélt fram umhverfisstefnu, allt fram að þeim degi sem hún komst í ríkisstjórn. Hversu stórum skammt af lygum, svikum og lýðskrumi þarf ein þjóð að kyngja til að átta sig á því að það sem við köllum því virðulega nafni ‘lýðræði’ er kjaftæði og ekkert annað en kjaftæði?

Berjumst fyrir mannréttindum fjölskyldunnar

Þetta er sennilega eina fjölskyldan á Íslandi sem ekki getur séð sér farborða en á samt ekki neinn rétt á bótum úr félagslega kerfinu. Það er engin sanngirni í því að Sigurjón sitji uppi með fjölda ómaga, atvinnulaus maðurinn og þurfi að grafa undan sjálfum sér með því að leysa út lífeyrissparnaðinn sinn.

Allir á Austurvöll, krefjumst mannréttinda fyrir bankastjóra og fjölskyldur þeirra.

mbl.is Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán