Komið í lag

Jæja, þá er ég flutt milli léna og nú á kerfið loksins að vera komið í það horf að hægt sé að birta nýjar færslur og athugasemdir. Það eru nokkar tjásur sem komu inn á meðan kerfið var í lamasessi en birtust ekki en þær eru komnar inn núna.

Útlitið á síðunni breytist eiithvað á næstu vikum og gamla lénið; nornabudin.is hverfur.

Aðgangsorðið og lykilorðið á Launkofann á að vera í lagi líka en ég hef ekki getað birt neinar færslur þar frekar en hér. Bæti úr því á næstu dögum.

Í hvelli

Ingólfur er snillingur. Hann kláraði umbrotið á 2 dögum og síðan erum við búin að púsla, breyta og bæta á methraða. Ég reikna með að handritið verði orðið útgáfuhæft ekki seinna en um mánaðamótin og sennilega miklu fyrr en það er eitt vandamál óleyst sem gæti tafið okkur.


Ég set myndir og annað efni sem tengist bókinni inn á Launkofann og það verður nú opnað fyrir stærri hóp en það eru ekki nema um 20 manns sem hafa haft aðgang að því hingað til. Ég er reyndar búin að skipta um lykilorð á Launkofanum svo þeir sem hafa haft aðgang þurfa að hafa samband til að fá nýjan lykil ef þeir hafa áhuga á að skoða þetta. Ég er búin að loka eldri færslum þar, allavega í bili en ég hef ekki eytt neinu, svo aðdáendum Launkofans er óhætt að anda með nefinu.

Þeir sem hafa áhuga á að fá aðgang geta sent mér póst á eva.evahauksdottir@gmail.com eða haft samband á facebook. Ég er ekki tilbúin til að láta bláókunnuga fá aðgang á þessu stigi en vona að fólk sýni því skilning, það er ekki ætlunin að móðga neinn.

Góðir hlutir gerast hægt.
Frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli.

Asnar

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/324101690752

 

Af hverju segja karlar að konurnar sem þeir góna mest á séu ekki fallegar?

Ég hef spurt mjög marga karlmenn, á öllum aldri, hvort þeim þyki fallegt að sjá stór silikonbrjóst á tággrannri konu og varir sem náttúran setur á andlit suður-afrísks svertingja á hvítri konu með lítið nef og grannt andlit. Þeir segja næstum allir nei og oftar en ekki segja þeir eitthvað í þá veruna að þeir hrífist af konum sem samsvara sér. Vinur minn sem heillast af stórum brjóstum er t.d. miklu hrifnar af rass og magamiklum konum en grönnum konum með óeðlilega stór brjóst.

Samt er staðreyndin sú að þær konur sem seljast best, eru með læri eins og unglingsdrengir, ekki spikörðu á kviðnum, hnöttótt brjóst á stærð við hrærivélarskálar, og varir sem eru svo bólgnar af fyllingu að þær geta varla lokað munninum.

Á tímabili hélt ég að flestir karlar væru í raun hrifnir af plastkonum en svöruðu bara svona til að þóknast mér. Þeir eru hinsvegar orðnir mörg hundruð sem svara svona og ég á rosalega erfitt með að trúa því að svo margir menn vilji þóknast mér, enda væru þeir þá löngu búinir að koma Birni Bjarnasyni úr pólitík og halda pönktónleika fyrir framan heimili dómsmálaráðherra til að árétta kröfur um aðskilnað ríkis og kirkju (já og Eiki væri búinn að hengja ljósakrónuna upp fyrir mig).

Þetta er mér ráðgáta. Mig langar að fá álit ykkar á því hvort þetta eftirsótta útlit sé fallegt, og ef ekki, hvernig stendur þá á vinsældum þess?

Umræður hér