Í hvelli

Ingólfur er snillingur. Hann kláraði umbrotið á 2 dögum og síðan erum við búin að púsla, breyta og bæta á methraða. Ég reikna með að handritið verði orðið útgáfuhæft ekki seinna en um mánaðamótin og sennilega miklu fyrr en það er eitt vandamál óleyst sem gæti tafið okkur.


Ég set myndir og annað efni sem tengist bókinni inn á Launkofann og það verður nú opnað fyrir stærri hóp en það eru ekki nema um 20 manns sem hafa haft aðgang að því hingað til. Ég er reyndar búin að skipta um lykilorð á Launkofanum svo þeir sem hafa haft aðgang þurfa að hafa samband til að fá nýjan lykil ef þeir hafa áhuga á að skoða þetta. Ég er búin að loka eldri færslum þar, allavega í bili en ég hef ekki eytt neinu, svo aðdáendum Launkofans er óhætt að anda með nefinu.

Þeir sem hafa áhuga á að fá aðgang geta sent mér póst á eva.evahauksdottir@gmail.com eða haft samband á facebook. Ég er ekki tilbúin til að láta bláókunnuga fá aðgang á þessu stigi en vona að fólk sýni því skilning, það er ekki ætlunin að móðga neinn.

Góðir hlutir gerast hægt.
Frábærir hlutir gerast hinsvegar í hvelli.