Staðan

Þessi vefbók hefur ekki verið almennilega virk í heilt ár, ég get eiginlega ekki útskýrt hversvegna. Fyrir þá sem ekki eru á fésinu er hér smá samantekt: Halda áfram að lesa

Loksins

Jæja, nú ætti mesta uppsetningarveseninu að vera lokið og þessi síða orðin nothæf aftur.

Mér skilst á Skruddu að þurfi að fresta útgáfu bókarinnar okkar Ingólfs um 2 vikur í viðbót, hún komi semsagt um mánaðamótin mars-apríl. Það breytir í sjálfu sér engu og þar sem ég er búin að fá fyrirframgreiðsluna ætti ég bara að anda með nefinu en ég er samt hálfpirruð og finnst erfitt að einbeita mér að næsta verki á meðan ég hef enga hugmynd um hvernig viðtökur þessi bók fær.

Bloggvænlegri dagar eru framundan en einhvernveginn grunar mig að fólk sé steinhætt að lesa blogg. Gott ef flestir eru ekki líka að vera dálítið afslappaðir gagnvart facebook. Ég hef heyrt þess dæmi að fólk láti garðana sína, gæludýrin og fiskabúrin drabbast niður og sjálf fæ ég blessunarlega miklu færri engla, bleik hjörtu og glimmerálfa með blessunaróskum fá ókunnugu fólki.

Afglapaskrá lögreglunnar

Ég hef ákveðið að taka saman afglapaskrá lögreglunnar.

Ég ætla strax að fara að halda afglapadagbók fyrir árið í ár, ekki seinna vænna, því afrekin hrannast upp. Mig langar einnig að safna saman atvikum frá fyrri árum en ætla að leggja alla áherslu á þetta ár til að byrja með. Mig langar að koma afglapaskrá áranna 2009 og 2010 í birtingu fyrir áramót  því þannig er alltaf hægt að bæta inn í síðar. Mér sýnist skráin fyrir 2009 vera orðin svo umfangsmikil að það krefjist töluverðrar vinnu að skrá og leggja út af öllum þeim fjölda atvika og til að ná þeim áhugaverðustu fyrir áramót þyrfti ég að fá aðstoð. Halda áfram að lesa