Næstum viss
-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði. Halda áfram að lesa
Hvað kemur starf manns málinu við?
Allsstaðar er maður spurður um starfsheiti, jafnvel fyrir dómi.
Vandséður er tilgangur þess að spyrja fólk um starfsheiti í réttarsal nema starf þess komi málinu beinlínis við. Það er eðlilegt að starfsheiti og eða menntun komi fram þegar læknir gefur læknisfræðilegt álit en hvaða máli skiptir það annars hvort vitni er ráðherra, öryrki eða pípulagningamaður? Ef dómurinn hefur ekki hug á að nota þær upplýsingar, hversvegna er þá falast eftir þeim?
Einhvernveginn læðist að mér grunur um að sumt fólk þyki í krafti stöðu sinnar marktækara en annað og einmitt þessvegna er jafn illa við hæfi að starfsheiti sé standardspurning fyrir dómi og að krefja vitni svara um hvaða sjónvarpsþáttum þau fylgist með eða hvort þau fari reglulega til tannlæknis.
Hvenær særir maður mann?
-Ætlaðir þú ekki að vera í Osló klukkan eitt? spyr ég.
-Ég var þar klukkan eitt í nótt. Lagði mig í tvo tíma og hélt svo áfram
-Ertu bilaður maður? Hvað er þetta eiginlega langur akstur?
-1000 mílur, svarar Bjartur, og Noregur er ekkert nema fjallvegir og krókar, víðast hvar 50 km hámarkshraði.
-Þú hefðir ekki átt að aka þetta að nóttu til. Hversvegna lá þér svona á?
-Ég sef ekki undir stýri. Lagði mig tvisvar á leiðinni. Ég hefði kannski átt að taka lengri tíma í ferðina en ég vildi sjá þig sem fyrst. Halda áfram að lesa
Bakþankar
Birta: Hahh! Ég vissi það. Þú ert með bakþanka.
Eva: Nei.
Birta: Víst! Þú ert með rómantíska óra og alveg líkleg til að klúðra þessu, bara af því að þú ert ekki með fiðrildi í maganum. Halda áfram að lesa
Maður fæðist ekki karl, maður verður karl
Maður fæðist ekki karl, maður verður karl.
Þetta er önnur meginniðurstaða vísindakvennanna sem tóku að sér að kynjagreina rannsóknarskýrslu Alþingis á orsökum hrunsins. Halda áfram að lesa
Safaríkt svar frá mannréttindaráðherra
Ég hef töluvert álit á Ögmundi Jónassyni. Allavega tel ég hann öðrum líklegri til að koma góðum hlutum til leiðar sem dómsmálaráðherra og yfirleitt kemur hann mér þannig fyrir sjónir að hann hafi sterka réttlætiskennd, sé sjálfum sér samkvæmur en jafnframt víðsýnn og tilbúinn til að hlusta á almenna borgara þegar þeir deila skoðunum sínum með honum. Ég varð því dálítið hissa í morgun þegar ég opnaði tölvupóstinn minn og las svar við erindi sem ég sendi inn á vefsetur hans, líklega á mánudaginn.
Þetta var örstutt fyrirspurn um það hvort mannréttindaráðuneytið hefði beitt sér eða hyggðist á einhvern hátt bregðast við máli írönsku konunnar Sakineh Ashtiani sem nú situr í fangelsi í Tarbriz og bíður þess að vera grafin niður í holu og grýtt til bana. Ég hef oft skrifað ráðamönnum og opinberum stofnunum vegna mannréttindamála og yfirleitt hef ég fengið svör, misgóð að vísu, oft bara einhverja klisju um að viðkomandi muni ‘fylgjast með þessu máli’ (hvernig sem það á nú að hjálpa) en næstum alltaf benda svörin til að einhver hafi allavega lesið bréfið. Össur Skarphéðinsson, svaraði t.d. sama erindi frá mér í síðustu viku og sagðist hafa mótmælt dómnum í bréfi sem var afhent sendiherra Irans í Noregi. Að vísu má ekki birta það bréf opinberlega og maður hlýtur að velta því fyrir sér hversvegna þurfi leynimakk í kringum álit íslenskra stjórnvalda á mannréttindabrotum, en hann svaraði þó allavega eins og hann hefði lesið tölvupóstinn.
Svarið sem ég fékk við bréfi mínu til Ögmundar var sent frá netfanginu safi@bsrb.is. Hraðleit á google bendir til þess að eigandi þessa netfangs sé upplýsingafulltrúi bsrb og það er svosem gott mál ef bsrb hefur áhuga á mannréttindamálum. Ég veit samt ekki alveg hvort ég á að túlka svarið sem merki um að Ögmundur áframsendi slík erindi til vina sinna hjá BSRB, að Ögmundur sjálfur deili netfangi með Sigurði eða sem merki um að einhver fáviti hafi komist í tölvupóstinn.
Svarið er stutt og laggott og skrifað í hástöfum:
ÞÓTTI VÆNT UM BRÉF ÞITT. KÆRAR ÞAKKIR. KV. ÖGMUNDUR
