Stjórnlagaþing og kynjahlutföll

Frambjóðendur til stjórnlagaþings eru 523. Karlar eru 364, konur 159.

Er feðraveldið að hindra konur í því að bjóða sig fram eða er hugsanlegt að hlutfallslega færri konur en karlar hafi áhuga á stjórnmálum?

Ég spurði um þetta á FB og fékk m.a. það svar að konur eigi erfitt með að trana sér fram og vilji ekki persónulega athygli. Það þýði alls ekki að þær hafi minni áhuga en karlar. Halda áfram að lesa

Stjórnlagaþingsframbjóðandi um aðskilnað ríkis og kirkju

Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir, frambjóðandi til Stjórnlagaþings, vill hafa hina evangelísk- lúthersku kirkju sem Þjóðkirkju. Hún vill ekki aðskilja ríki og kirkju, því hún vill geta haldið jól og páska og að fólk eigi þess kost að láta skíra börn og ferma.

Þetta er skarplega athugað hjá Jóhönnu. Í öðrum löndum þar sem ríki og kirkja eru aðskilin eru engin jól eða páskar og ekki eru börn skírð og fermd. Við þetta má bæta að jarðarfarir voru lagðar niður um leið og skírnir og fermingjar, páska og jól, í þeim ríkjum sem hafa aðskilið ríki og kirkju.

Í Þýskalandi er ástandið svo slæmt að þar hefur enginn verið jarðaður síðan 1918. Enda er lyktin orðin svakaleg.

Uppfært:
Tengillinn hér að ofan tengir ekki lengur á stefnu Jóhönnu en hér má lesa fulla tilvitnun.

Heiðarleiki Jónínu Ben

Hvaða skilning ætli þessi manneskja leggi í orðið drenglyndi?

Hún sér hvorki neitt athugavert við fjárkúgun (því fjárkúgun er það enda þótt hinn kúgaði sé drulluhali) né að svíkja loforð um að halda sér saman eftir að hafa tekið þátt í bankaráni á þennan hátt.

Mikið lifandis skelfing finnst mér annars gott á Jónínu Ben og Gunnar í Krossinum að vera gift hvort öðru. Hallelújah fyrir réttlætinu. Yndislegasta bölvun sem hægt er að leggja á vondar manneskjur er sú að láta þær sjá um að afhjúpa sig sjálfar. Það hefur greinilega virkað á Jónínu.

Pappírarnir í máli Darra týndir!

Dómarinn er búinn að týna pappírunum!

Lögreglan byrjaði á því að eyða gögnum (fyrir slysni), klikkaði á því að senda inn pappíra svo Darri fengi lögmann, gleymdi því tvisvar sinnum eftir að ég fór fram á það gleymdi að boða hann til réttarhalds boðaði hann í rangan réttarsal og gleymdi að senda saksóknara ferilskrá bófanna. Og nú er dómarinn búinn að týna bótakröfunni og öllum skjölum sem henni fylgja. Halda áfram að lesa

Stellið

10526864_1_l

Mávastellið er eitthvert dýrasta matar- og kaffistell í heimi og sennilega það alljótasta.
Ef ég man rétt þá átti amma eitthvað af þessu ógeðfellda stelli. Allavega man ég það svo greinilega að þegar ég fékk að hjálpa til við að stilla upp bollum og diskum fyrir fimmtugsafmælið hennar, var mávastellið það eina sem ég mátti ekki anda á. Ég var mjög móðguð, enda ekki vön því að brjóta og bramla en var eiginlega hálffegin þegar mér var sagt að einn bolli væri jafn dýr og allir bollar sem væru notaðir dags daglega samanlagt. Það er hugsanlegt að hún hafi fengið það lánað en ég efast um að hún hefði nokkurntíma viljað fá eitthvað svona dýrt að láni. Aldrei man ég þó eftir að það hafi verið notað við neitt annað tækifæri. Og ekki hissa á því enda stellið forljótt.  Halda áfram að lesa