Ég held að kettirnir mínir séu drykkfelldir. Allavega er rauðvínið búið og ég bý ekki með neinu fólki -ennþá.
Jólalög
Fyrir 2 árum heyrði maður hvergi pólitíska jólasöngva nema þegar anarkistakórinn heiðraði kókakólalestina með nærveru sinni og söng ‘kók er kúkur kapítalsins/fallallalla, lalallala’, nú er annar hver snjáldurverji með pólitískan jólasöng á veggnum sínum.
Kisukjánar
Það má vel vera að brennt barn forðist eldinn en sviðnir kettlingar gera það ekki. Skaði er útklínd í kertavaxi og skilur greinilega ekkert hversvegna gengur svona illa að sleikja það burt.
Ónothæft hugtak
Hvað eiga Hlín Einarsdóttir, Anna Ardin og Claes Borgström sameiginlegt?
Nánast ekkert annað en að kalla sig feminista.
Þetta hugtak er ónothæft.
Einhverntíma heyrði ég þá skilgreiningu á feminisma frá yfirlýstum feminista að hann væri ‘það að gera sér grein fyrir því að konur eru manneskjur’ Ég veit ekki alveg hvernig á að nota þessa hugmynd.
Aldrei segja ekki
Í dag frétti ég að það bæri vott um neikvæðan hugsunarhátt að segja ‘ég á ekki í vandræðum með að halda áætlun’ þar sem bæði orðin ‘ekki’ og ‘vandræði’ koma fyrir. Jákvæðara væri að segja ‘Ég get vel haldið áætlun’.
Voðalega leiðist mér svona rétthugsun.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/133972259992645
Smörrebröd
Komst að því í dag að það sem Danir kalla klúbbsamloku eru tvær þurrar formbrauðsneiðar með salatblaði, tómötum og tveimur kjúklingabitum á stærð við sveskjur. Smörrebröd hvað?
Heimsyfirráð eða dauði
Atli Haukur: Ég stefni á að ná heimsyfirráðum.
Frænka: Nújá? Og til hvers?
Atli Haukur: Til að koma í veg fyrir að einhver annar geri það.
Frænka: Og hvað ætlarðu svo að gera við heiminn þegar þú ert búinn að ná alræðisvaldi.
Atli Haukur: Bara láta hann í friði.
Frændi minn er 16 ára og viturri en allar ríkisstjórnir veraldar samanlagt.