Ekkert nýtt

Eva: Ég held svei mér þá að ég sé að skipta um skoðun á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kannski bara best að finna einhvern huggulegan einvald.
Hulla: Hvað nú?
Eva: 26% Íslendinga treysta íslenska hernum! 26%!
Hulla: Jæja já? Og er það eitthvað nýtt að fólk treysti fyrirbæri sem er ekki til?

Mér skilst að spurningin eigi við um heri almennt. Hvurslags fávitagangur er þetta eiginlega? Er t.d. reiknað með því að ef Svisslendingur treysti sínum her, treysti líka herjum Bandaríkjamanna og Japana?

Ekkert nýtt

Eva: Ég held svei mér þá að ég sé að skipta um skoðun á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kannski bara best að finna einhvern huggulegan einvald.
Hulla: Hvað nú?
Eva: 26% Íslendinga treysta íslenska hernum! 26%!
Hulla: Jæja já? Og er það eitthvað nýtt að fólk treysti fyrirbæri sem er ekki til?

Mér skilst að spurningin eigi við um heri almennt. Hvurslags fávitagangur er þetta eiginlega? Er t.d. reiknað með því að ef Svisslendingur treysti sínum her, treysti líka herjum Bandaríkjamanna og Japana?

Hvenær elskar maður mann?

Ég vaknaði í björtu. Hélt að væri komið langt fram á dag en klukkan var bara 7. Það birtir svona miklu fyrr í Aabenraa en i Ørsta.

Já, ég er semsagt komin heim. Allavega í bili. Festi ekki yndi í Noregi sem er þó vafalaust besta land í heimi ef maður á annaðborð flytur þangað af einberum áhuga. Halda áfram að lesa

Af hverju nýtast íslenskir kennarar svona illa?

Það er með öllu óþolandi að opinberir starfsmenn komist upp með að vinna ekki nema 35% þess tíma sem þeim fá greiddan.

Hvað er þetta fólk eiginlega að gera í vinnunni? Af hverju þurfa íslenskir kennarar svona langan tíma í undirbúning og yfirferð miðað við hin OECD ríkin? Af hverju fer meiri tími í foreldrafundi, agamál og eineltismál hjá íslenskum kennurum en kennurum í samanburðarlöndunum? Halda áfram að lesa