Eva: Ég held svei mér þá að ég sé að skipta um skoðun á þjóðaratkvæðagreiðslum. Kannski bara best að finna einhvern huggulegan einvald.
Hulla: Hvað nú?
Eva: 26% Íslendinga treysta íslenska hernum! 26%!
Hulla: Jæja já? Og er það eitthvað nýtt að fólk treysti fyrirbæri sem er ekki til?
Mér skilst að spurningin eigi við um heri almennt. Hvurslags fávitagangur er þetta eiginlega? Er t.d. reiknað með því að ef Svisslendingur treysti sínum her, treysti líka herjum Bandaríkjamanna og Japana?