Vönduð þýðing á vinsælli bók tilbúin

Síðasta vetur dundaði ég við það, sjálfri mér til yndisauka að þýða bandaríska skáldsögu. Þetta er saga tveggja kvenna sem eiga það sameiginlegt að vera ekki ástfangnar af mönnunum sínum. Þær leggja ástríðu sína í matargerð og öðlast með því dýpri skilning á eðli hjónabandsins. Halda áfram að lesa

Galdur vikunnar

Ef ég fengi vinnu við að ydda tréliti, yrði ég rekin samdægurs. Ég brýt blýin á meðan ég ydda. Ég get heldur ekki orðið leigubílstjóri nema þá að sérhæfa mig í óvissuferðum og ég treysti fáum verr en sjálfri mér til að fara með völd. Nánast hvað sem er annað kemur til greina. Halda áfram að lesa

Gall

Ég kastaði sauðarleggnum af alelfi í kirsuberjatréð, fór svo inn og prófaði að hvolfa vélinni. Það virkaði ekki en ég sá út um gluggann að leggurinn bærði á sér. Stuttu síðar reis hann upp og stakkst á endum inn um eldhússdyrnar. Halda áfram að lesa

Ræðan hans Hauks

Fjölmenning sem gengur aðeins út á það að kynna dansa frá Balí eða tailenskan mat mun aldrei taka á hinum raunveulegu vandamálum sem fylgja kynþáttahyggju.

Haukur fékk ekki að halda ræðu, nefndin vildi bara ‘skemmtiatriði’. Hann sá við því með því að syngja ræðuna. Halda áfram að lesa