Viltu verða ríkur?

Má bjóða þér skrilljón trilljónir?

Ég þekki engan sem myndi afþakka. Jafnvel þeir sem hafa megnan ímugust á efnishyggju, myndu þiggja skrilljónirnar til að nýta þær í baráttunni gegn græðgi. Flestir viðurkenna fúslega að þá langi í frelsið sem mikil fjárráð veita og meiri veraldleg gæði og ef marka má sölu á bókum sem heita Viltu verða ríkur, strax í dag?eða Hvernig ég varð skrilljóner með því að vinna hálftíma á viku þá mætti ætla að fólk hugsaði ekki um neitt annað en peninga. Markaðurinn er yfirfullur af töfralausum á ýmsu formi fyrir fólk sem vill verða ríkt og ekkert lát virðist á sölunni. Samt sem áður virðist hlutfall ofurríkra ekkert hækka. Sem segir manni að þetta virkar ekki -eða hvað? Halda áfram að lesa

Kaþólska kirkjan biðst afsökunar

Kaþólska kirkjan biðst afsökunar. Þá hlýtur nú öllum að líða betur er það ekki?

Ónei! Það líður engum rassgat betur þótt kaþólska kirkjan biðjist afsökunar. Enda er opinber afsökunarbeiðni frá stofnun bara leiksýning til að róa fólk.

Stofnanir bera vissulega ábyrgð gagnvart þolendum starfsfólksins að því leyti að þeim er skylt að grípa til viðeigandi rástafana þegar upp kemst um óhæfu. Hinsvegar er það ekki stofnunin sem slík sem bregst skyldu sinni heldur eru það manneskjur.

Afsökunarbeiðni í eðli sínu persónuleg. Það er hreinlega ekki trúverðugt að ópersónuleg stofnun iðrist gjörða starfsmanna sinna. Þær persónur sem enn eru á lífi og brugðust á sínum tíma, ættu að biðja þolendurna afsökunar á sínu eigin skeytingarleysi. Allt í lagi að gera það opinberlega en þá líka augliti til auglitis. Þ.e.a.s. að því tilskildu að þeir sem í hlut eiga iðrist framkomu sinnar. Það er nefnilega heldur ekkert gagn í afsökunarbeiðni ef hugur fylgir ekki máli.

Léttir

Jesús Satan hvað ég er fegin.

Fékk svar frá systur minni. Blóðsystur minni. Það er ekki vitað um önnur tilfelli í ættinni. Ég er búin með internetið og þótt sé ekki alveg 100% öruggt að þetta hafi ekki verið arfgenga afbrigðið (getur víst leynst í marga ættliði) eru líkurnar kannski 1% í stað 50% og það breytir öllu. Eða öllu heldur smættar það sem hefði breytt öllu. Ég verð sennilega ekki komin í hjólastól eftir 3 ár og dauð 65 ára. Það er léttir. Mest vegna strákanna samt. Halda áfram að lesa