Má bjóða þér skrilljón trilljónir?
Ég þekki engan sem myndi afþakka. Jafnvel þeir sem hafa megnan ímugust á efnishyggju, myndu þiggja skrilljónirnar til að nýta þær í baráttunni gegn græðgi. Flestir viðurkenna fúslega að þá langi í frelsið sem mikil fjárráð veita og meiri veraldleg gæði og ef marka má sölu á bókum sem heita Viltu verða ríkur, strax í dag?eða Hvernig ég varð skrilljóner með því að vinna hálftíma á viku þá mætti ætla að fólk hugsaði ekki um neitt annað en peninga. Markaðurinn er yfirfullur af töfralausum á ýmsu formi fyrir fólk sem vill verða ríkt og ekkert lát virðist á sölunni. Samt sem áður virðist hlutfall ofurríkra ekkert hækka. Sem segir manni að þetta virkar ekki -eða hvað? Halda áfram að lesa