Síðustu daga hafa nokkrar mannvitsbrekkur sem kalla sig þjóðernissinna, tjáð sig um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu á umræðukerfi DV. Þótt ég aðhyllist frjálslega flóttamannastefnu, skil ég vel áhyggjur þeirra sem sjá fyrir sér hörð kynþáttaátök og hafa áhyggjur af því að mikill fjöldi innflytjenda ali af sér efnahagsvanda og ýmis félagsleg vandamál. Ég hef hinsvegar takmarkað umburðarlyndi gagnvart skoðunum þeirra sem álíta að lausnin á þessum vanda sé fólgin í aðskilnaðarstefnu og telja hvítt fólk og kristið á einhvern hátt öðru fólki æðra og rétthærra. Halda áfram að lesa
Hvað er þessi nauðgunarmenning?
Í viðtali við DV um daginn sagðist Hildur Lilliendahl telja að kynferðisofbeldi ætti sér sjaldan rót í hreinræktaðri illsku heldur í mannlegum eiginleikum sem hægt er að hafa stjórn á svosem eigingirn, yfirgangssemi og tillitsleysi. Halda áfram að lesa
Dæmi um innflytjendamýtur
Innflytjendavandamál skapast þegar ólíkri menningu er blandað saman
Þetta fólk kemur hingað til að taka vinnu frá okkur
Þau koma hingað til að leggjast á velferðarkerfið
Í rúmi Málarans
Ligg í rúmi Málarans. Í náttfötum. Áður fyrr var ég vön að liggja á gólfinu, nakin.
Undarlegt að liggja í rúmi manns sem þekkir líkama minn betur en nokkur annar og hefur þó aldrei snert mig nakta nema með pensli eða málningarsvampi. Hann geymir myndirnar sem hann tók þegar hann hafði málað mig og ég velti því fyrir mér hvort hann horfi fremur á líkama minn eða myndirnar sem hann málaði á hann þegar hann flettir í gegnum albúmið. Vil ekki spyrja því mér kemur það ekki við. Halda áfram að lesa
Að missa stjórn á sér
Ég hitti Prófessorinn á kaffihúsi.
Hann spurði hvort mig langaði að ræða „tilfinningamálin“. Sennilega verið búinn að búa sig undir að þurfa að sinna sálgæslu. Kannski heldur hann að ég sé kona eða eitthvað svoleiðis. Halda áfram að lesa
Um jarðarfarir
Þegar ég var að vinna á elliheimilinu í Bovrup fannst mér eitthvað ólekkert við að tala um að frú Petersen væri „dauð“. „Í íslensku eru til fleiri orð um dauðann og það þykir ósmekklegt að nota sama orðið um dauða manneskju og dautt dýr, er virkilega ekki til neitt annað orð í dönsku en død?“ spurði ég. Samstarfkona mín horfði þreytulega á mig „er man døj så er man døj“ sagði hún á klingjandi suðurjósku, og skellti tíköllum á augnlokin á frú Petersen. Eða á auglokin á líkinu af frú Petersen öllu heldur. Halda áfram að lesa
Kynlíf með múslímum
Byssumannasamtökin blóð og gröftur halda því fram að hvíti kynstofninn sé í útrýmingarhættu og álíta að besta ráðið til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Íslendingum sé að hindra samneyti okkar við aðra „óæðri“ kynstofna. Halda áfram að lesa