Andverðleikasamfélagið ári síðar

Gaur fær vinnu út á það að koma vel fyrir og standa sig vel í viðtölum. Hann er að vísu nátengdur einkavinavæðingunni en það er nú ekki mínus (líklega bara plús ef eitthvað er) og svo er hann Framsóknarmaður en það skiptir auðvitað engu máli heldur. Ekki hefur komið fram hvað hann hefur til brunns að bera sem aðrir umsækjendur hafa ekki. Halda áfram að lesa

Bara eitthvað annað

Ár eftir ár flykkjast þúsundir manna niður á Austurvöll við þingsetningu og sýna vanþóknun sína í verki. Margir þeirra sem eru sáttir við það hvernig samfélag okkar er rekið í dag, telja allt vera á réttri leið eða að það sé ekkert skárra í boði, skilja bara ekki hvað mótmælin snúast um. Hver er krafan? er spurt. Halda áfram að lesa

Fleiri úlfar

Heimsæki gamla vinkonu og norn sem bjó í næsta húsi við mig á Vesturgötunni. Hún er aðeins örfáum sentimetrum hærri en ég og virkar minni. Hún á nýjan kærasta sem lítur út eins og Jesús. Þau bjóða mér í mat og þaðan liggur leiðin á Rosenberg. Endingarbesta ást ævi minnar situr við borð og bíður. Höfum ekki talað saman í 5 ár. Litla nornin Nanna hefur líklega stefnt okkur saman viljandi. Halda áfram að lesa

Úlfur

Það góða við að vinna í eldhúsi er að manni verður ekki kalt, yfirleitt eru almennileg áhöld innan seilingar og maður öðlast dýpri skilning á því hvað veitingahús eru rosalega ofmetin. Halda áfram að lesa

Var Tobba búin að kúka?

Ég hef stundum kvartað yfir því að blaðamennska á Íslandi sé á lágu plani. Að engu sé fylgt eftir, að hlutverk fréttamanna sé aðallega það að halda á hljóðnema og þeir þurfi í raun ekki að kunna neitt nema nota copy-paste skipunina og renna erlendum fréttum í gegnum þýðingarvél. Halda áfram að lesa