Hvað heldurðu eiginlega að þú sért?

ugla

Jafnrétti í lagalegum skilningi -jú ég held að í okkar heimshluta sé því náð. Og þótt halli sumsstaðar á konur þá hallar bara líka á karla.

En það er samt þessi tilfinning. Kannski er það að einhverju leyti paranoja en hún er þarna samt, einhversstaðar í bakgrunninum. Eins og stöðugt læðist upp að manni einhver grunur um að þeir telji sig merkilegri, á einhvern hátt yfir okkur hafna. Að þeir séu einhvernveginn óhóflega öruggir um stöðu sína -og okkar. Allavega stöðu sína gagnvart okkur. Halda áfram að lesa

Hvernig gefur maður samþykki?

orðasúpaOg nú ertu komin upp í rúm, með manni sem þú ert búin að vera að kela við allt kvöldið. Svo gerist eitthvað. Kannski segir hann eitthvað sem kemur illa við þig, snertir þig á einhvern þann hátt sem verður til þess að þú missir áhugann, eða þá að mamma þín hringir og lýsir ristilspegluninni sem hún undirgekkst fyrr um daginn í smáatriðum. Halda áfram að lesa

Af huglægri getu minni og Páls Magnússonar

Þar sem ég bý yfir huglægri getu til að auka færni mína í því að lesa úr töflum, er ég að hugsa um að sækja um valdastöðu í bankakerfinu. Aukinheldur dugar huglæg geta mín nú þegar til að ráða krossgátur, svona ef skyldi vera dauður tími á milli þess sem ég sel vinum mínum banka og les gögn úr töflum og myndum. Það fyrir utan er ég alveg rosalega góð í því að vera persóna og mun því vafalaust skora mjög hátt á persónuleikaprófi. Og svo kann ég líka alveg að skrifa bréf.

Að ræða við feminista

Ég hef staðið í rökræðum við feminista undanfarið. Aðallega um glæpvæðingu vændiskaupa. Sá skelfilegi fræðimaður Anna Bentína Hermannsdóttir hélt því fram fyrir nokkrum vikum að ENGIN kona væri sjálfviljug í vændi. Nú, eftir að ég er búin að vísa á margar heimilidir, telur hún að það geti kannski átt við um einhverjar millistéttarmellur. Þessi sama manneskja heldur því fram að langflestar vændiskonur verði fyrir nauðgun og styður þá kenningu með skýrslu sem gefur upp töluna 11%. Þar sem hún getur ekki svarað neinu þegar ég bendi á að hún hafi sjálf farið rangt með heimildir, afgreiðir hún mig með því að ég sé „ómálefnaleg“. Ekki í fyrsta sinn.

Halda áfram að lesa