Martraðir bernsku minnar snerust um hyldýpi. Að detta fram af björgum, niður um holræsi, ofan í skurð. Í draumunum voru mamma mín og amma alltaf nálægar en þær björguðu mér ekki. Stundum ýttu þær mér fram af brúninni. Ég vaknaði hljóðandi og kaldsveitt en neitaði að tjá mig um efni martraðarinnar. Halda áfram að lesa
Eitt fatt
-Hvað er að? spurði Bjartur.
-Ekki spyrja nema vera viss um að þú viljir heyra svarið, sagði ég drungalegum róm.
Einhverntíma hefði það nú líklega dugað til að hræða karlmann frá því að spyrja nánar en af einhverjum ástæðum, sem ég ekki skil, er Bjartur ekkert voðalega hræddur við mig. Sem er náttúrulega ekki nógu gott. Nema oftast. Ekki í svona tilfelli samt. Halda áfram að lesa
Sjálfskoðun súkkulaðikaupandans
Mér skilst að stór meirihluti kvenna taki súkkulaði fram yfir kynlíf. Reyndar líka facebook, farsíma og ýmislegt annað en höldum okkur við súkkulaðið í bili. Halda áfram að lesa
Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir
Óskað var eftir áliti mínu á áformum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Hér er sú umsögn sem ég sendi inn.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (Þingskjal 26 — 26. mál.)
Fyrir Alþingi liggur nú ályktun um að innanríkisráðherra skuli falið að vinna og leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir. Með því er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Halda áfram að lesa
Viðbrögð við grein Hildar Knútsdóttur
Nokkrar athugasemdir í tilefni af þessari grein:
Þeir sem gagnrýna feminista eru aðallega karlar sem hafa andskotans engin völd að verja en eru ósáttir við að vera úthrópaðir sem kúgarar og ofbeldismenn og finnst að mörgu leyti halla á karlmenn. Hinsvegar konur sem telja að sumar áherslur feminista stríði gegn hagsmunum kvenna og stuðli að verra samfélagi. Halda áfram að lesa
Að verja viðbjóðinn
Kona að nafni Þórlaug Ágústdóttir sakar mig um að vinna gegn baráttunni gegn þrælahaldi. Það var svosem auðvitað. Halda áfram að lesa
Að losa sig við vesen
Það er fjandans vesen að vera manneskja. Maður þarf að standa í allskonar miserfiðum og leiðinlegum verkefnum, svo sem að uppfæra vírusvörnina og bursta tennurnar og allskonar. Mesta vesenið er þó að þurfa að umbera vesenið á öðru fólki. Halda áfram að lesa