Vegna greinar Auðar Alfífu um staðgöngumæðrun

Af hverju ætti kona að leggja eigin hamingju til hliðar þótt hún gangi með barn fyrir annað fólk? Eru óléttar konur óhamingjusamari en aðrar? Er eitthvað sem bendir til þess að staðgöngumæður séu óhamingjusamari en aðrar konur? Hefur einhver lagt til að staðgöngumæðrum á Íslandi verði búin sömu skilyrði og á Indlandi? Halda áfram að lesa

Eitt komment

Ég gef lítið fyrir þær skoðanir MSH sem hér birtast. Mér finnst hinsvegar að feministar megi alveg skoða hvernig kvenfjandsamleg viðhorf skína í gegnum skrif þeirra. Það eru nefnilega helst þeir sem kenna sig við feminisma sem vilja takmarka frelsi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama, það eru helst feminstar sem líta á konur sem ósjálfstæðar og óábyrgar verur og það er nú aðallega þessvegna sem mér mislíkar sá feminismi sem mest er áberandi í umræðunni í dag. Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – 1. hluti

Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa

Út í djúpu laugina

Prófessorinn gerði mér tilboð sem ég gat ekki hafnað. Íbúðin hans losnaði fyrsta desember og hann bauð mér að flytja inn og hafa afnot af bílnum sínum þar til hann kæmi til landsins um miðjan mánuðinn. Við myndum eyða jólunum saman og sjá til hvernig það kæmi út. Halda áfram að lesa

Hugtakaskýring handa lesendum leyniskyttunnar

brokarlaus

Þessi bloggari kærir sig ekki um að heyra álit annarra og leyfir því ekki umræður á blogginu sínu en þar sem vera má að einhverjir þeirra sem hafa velt sömu hugtökum fyrir sér hafi meiri áhuga á samræðu en einræðu, skal ég taka að mér að útskýra þessi hugtök sem að hobbýfemisma undanskildum falla undir það sem ég kalla „dólgafeminisma“ (vulgar feminism) þ.e. feminisma sem setur hugsjónina ofar heilbrigðri skynsemi og valtar yfir rétt annarra. Halda áfram að lesa