Einfalt trix

Eynar: Ég skal kenna þér trix svo þú gleymir ekki kóðanum aftur. Þú leggur bara hæstu töluna á minnið og setur hana í annað veldi.
Eva: Hvernig á það að hjálpa? Útkoman segir mér ekkert um hinar tölurnar.
Eynar: Nei en ein talan kemur tvisvar sinnum fyrir og margfeldið af tveimur tölum er jafnt þeirri þriðju.
Eva: Jahá? En af hverju ætti ég frekar að muna það en fjögurra talna streng?
Eynar: Ja það er bara einfaldara.

Feitabollufræðin á leiðinni?

feit

Af hverju þarf allt gott að snúast upp í einhverja vitleysu? Af hverju þarf fólk endilega að taka gott konsept og sníða gervivísindagrein í kringum það?

Heilsubyltingin var þörf. Gott mál að losa sig við aukakíló, borða fleiri vínber en karamellur  og hreyfa sig reglulega. En svo var það allt í einu orðið að einhverjum fokkans trúarbrögðum. Halda áfram að lesa

Hvaða hæfileika þarf forseti að hafa?

Ég get hugsað mér skilvirkara stjórnarfar en lýðræði og ef ég tryði á fyrirbærið „fullkomin manneskja“ þá vildi ég taka upp menntað einræði. Gallinn er sá að jafnvel þótt til kunni að vera manneskja sem engin hætta er á að misnoti slíkt vald hefur sú hin sama sennilega nógu mikla óbeit á fáræði til þess að vera  ófáanleg til að gegna slíkri stöðu. Þessvegna vil ég sem mest lýðræði, enda þótt fólk sé að jafnaði vanhæft, því ég held að vanhæfni margra jafningja sé minna skaðleg en vanhæfni eins yfirboðara. Halda áfram að lesa