Sameiningartákn þjóðarinnar

Dómgreindarlaus banani hyggst bjóða sig fram til embættis forseta lýðveldisins.

„Ja maður er svona búinn að vera að aka fullur og gera allskonar rósir í tómu dómgreindarleysi og um að gera að taka ruglið yfir á næsta stig og kýla á forsetakosningar“ sagði bananinn í samtali við Pistilinn.

Helstu kosningaloforð bananans eru að verða sameiningartákn þjóðarinnar, að nýta málskotsréttinn í öllum komandi bankahrunum, fara aldrei í barneignarfrí og taka aldrei fyrirtíðarspennukast í opinberum veislum. Auk þess ætlar hann að taka fyrir lausagöngu gæludýra forsetamaka á milli bíls og bæjar.

banani

Kjósandi vottar sameiningartákni þjóðarinnar virðingu sína
á framboðsfundi í Nauthólsvík í dag

Kaktusinn á marengstertunni

Maður nokkur hafði á orði á snjáldrinu í morgun að bloggið mitt (pistillinn.is) væri eins og blóm í eyðimörkinni. Það þótti öðrum manni full væmin líking og sagði að það væri frekar eins og kaktusinn á marengstertunni. Ég er reyndar hrikalega væmin, dreg mörkin við fjólubláa glimmerengla, en verð að játa að ég hef töluverða samkennd með kaktusum á marengstertum. Auk þess þarf svona risastórt marengstertusamfélag kaktus til mótvægis við sykurfrauðið og rjómann. Því miður er ég samt óttalegt kaktuskríli eins og þetta á myndinni, lokað inni í lyklakippu. Halda áfram að lesa

Tell Your President

Ætlaði að henda útprentun af þessari bókarlufsu um dvölina í Palestínu í fráfarandi forseta í þessari Íslandsferð en hann er búinn að liggja í flensu greyskarnið og er svo að fara vestur á Ísafjörð í fyrramálið. Ég fæ samt að fleygja henni inn á borð hjá Örnólfi á morgun. Halda áfram að lesa

Hvað er kennivald?

kennivald

Ég hef orðið þess vör að margir tengja hugtakið kennivald eingöngu við Kaþólsku kirkjuna á miðöldum og hafa fremur óljósa hugmynd um merkingu þess. Það er kannski ekki undarlegt, því gúggull vinur minn er ekki meðvitaðri um merkingu orðsins kennivald en svo að ég hef ekki fundið neina góða skilgreiningu á netinu. Halda áfram að lesa

Ópólitískur forsetaframbjóðandi í leðjuslag

Forsetaframboð einhvers ópólitísks sjónvarpsmanns er í uppnámi, þarsem hann gleymdi hvar hann faldi páskaeggin.

„Hugmyndin var að skrifa framboðsræður upp úr málsháttunum og móta þannig heildstæða stefnumörkun í sjálfbærri menningarþróun á lýðræðisgrundvelli, en nú erum við búin að leita að páskaeggjunum síðan á sunnudagsmorgun og þau bara finnast ekki“ sagði frambjóðandinn í samtali við Pressuna

jólasveinar

jólasveinar Hurðaskellir og hinn frambjóðandinn velta sér upp úr gúanói í fjörunni við Álftanes nú í morgun.

Frambjóðandinn er þó síður en svo af baki dottinn og hefur nú skorað á aðra frambjóðendur í leðjuslag. Tók hann þokkalega á frambjóðandandanum Hurðaskelli nú í morgun. Hurðaskellir hefur sem kunnugt er þreytt leðjuslag margsinnis áður en fengið útihurðina beint í smettið þegar hann bankaði upp á á Bessastöðum til að komast í sturtu eftir slaginn.