Dómgreindarlaus banani hyggst bjóða sig fram til embættis forseta lýðveldisins.
„Ja maður er svona búinn að vera að aka fullur og gera allskonar rósir í tómu dómgreindarleysi og um að gera að taka ruglið yfir á næsta stig og kýla á forsetakosningar“ sagði bananinn í samtali við Pistilinn.
Helstu kosningaloforð bananans eru að verða sameiningartákn þjóðarinnar, að nýta málskotsréttinn í öllum komandi bankahrunum, fara aldrei í barneignarfrí og taka aldrei fyrirtíðarspennukast í opinberum veislum. Auk þess ætlar hann að taka fyrir lausagöngu gæludýra forsetamaka á milli bíls og bæjar.
Kjósandi vottar sameiningartákni þjóðarinnar virðingu sína
á framboðsfundi í Nauthólsvík í dag

Maður nokkur hafði á orði á snjáldrinu í morgun að bloggið mitt (pistillinn.is) væri eins og blóm í eyðimörkinni. Það þótti öðrum manni full væmin líking og sagði að það væri frekar eins og kaktusinn á marengstertunni. Ég er reyndar hrikalega væmin, dreg mörkin við fjólubláa glimmerengla, en verð að játa að ég hef töluverða samkennd með kaktusum á marengstertum. Auk þess þarf svona risastórt marengstertusamfélag kaktus til mótvægis við sykurfrauðið og rjómann. Því miður er ég samt óttalegt kaktuskríli eins og þetta á myndinni, lokað inni í lyklakippu. 


Hurðaskellir og hinn frambjóðandinn velta sér upp úr gúanói í fjörunni við Álftanes nú í morgun.