Mávar

Eynar:  Ef ég væri mávur myndi ég sitja efst í þessum byggingarkrana og horfa yfir lendur mínar. Láta mig svo gossa niður og bera ekki fyrir mig vængi fyrr en í fimmtíu metra hæð.
Eva:  Aldrei hef ég séð máv hegða sér þannig.
Eynar:  Nei og það sýnir bara að mávar hafa ekkert hugmyndaflug.

Fráhald

Ég er í þriggja daga fráhaldi frá dólgafeminisma.

Er orðin heltekin. Sé fram á að verða jafn sjúk og klámvæðingarliðið ef ég sný mér ekki að einhverju öðru af og til. Og það er hroðalegt, því eins áhugavert og það er að lítill hópur sé að sölsa undir sig völd og áhrif út á helbert kjaftæði, þá er það mannskemmandi til lengdar að sökkva sér svona niður í það sem nálgast helst djöflafræði miðalda.

Ég er þokkalega ánægð með sjálfa mig í dag, hef ekkert opnað Sjáldrið, ekki lesið nýju kommentin á Pistlinum, samþykkti þau bara án þess að lesa (já það var pínu erfitt) og hef ekki einu sinni skrunað í gegnum umræðukerfi netmiðlana. Horfði á kvöldfréttir og búið. Afleiðingin er sú að ég komst yfir hellings vinnu í dag.

Líka afi minn!

blc3a1tt-c3a1fram-mynd-1Prófaðu að segja hópi átta ára barna spennandi sögu af stelpu sem fer með afa sínum á sjóinn. Gefðu svo börnunum tækifæri til að deila reynslu sinni af sjómennsku.

Einhver úr bekknum réttir upp hönd og segir frá því að hún hafi farið með afa sínum á báti út á vatn rétt hjá sumarbústaðnum og þau hafi veitt silung. Annar hefur farið með Herjólfi til Eyja. Þriðja barnið hefur séð geit í Húsdýragarðinum og finnst sú saga eiga vel heima í umræðunum. Halda áfram að lesa

Viti rökhyggju og skynsemi

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að Framsóknarflokkurinn er, þvert á það sem áður hefur verið talið, viti rökhyggju og skynsemi.

Skýringin á þessari óvæntu niðurstöðu mun vera sú að Framsóknarflokkinn skipa nú orðið nógu margir fávitar til að mynda samanlagt einn vita en lengi vel voru þeir ekki fleiri en svo að flokkurinn rétt slagaði upp í það að teljast hálfviti.

Eldhressar framsóknarkonur fagna inntöku
Jónínu Ben í flokkinn

Til verndar konum og bílum

Rape_Culture_Protest_Ohio

Stöðugt er verið að nauðga konum. Konum er nauðgað á næturnar, snemma á morgnana, seint á kvöldin og á almennum skrifstofutíma. Þeim er nauðgað í heimahúsum, á klósettum skemmtistaða, í húsasundum, í vörugeymslum, á sólbaðsstofum, í búningsklefum íþróttahúsa, í kústaskápum hvíta hússins og í bílastæðahúsum. Halda áfram að lesa