
Ég ætti kannski að strengja fleiri áramótaheit. T.d. að finna mér heppilegri hárgreiðslu á þessu ári. Þetta lítur ekki nærri eins illa út í spegli og á mynd en ég trúi myndinni. Sýnist á öllu að nefið líti út fyrir að vera ennþá stærra ef maður tekur myndina neðan frá. Halda áfram að lesa
Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit en í þetta sinn lofa sjálfri mér því að taka myndir eða sjá til þess að þær verði teknar við öll tilefni sem mig langar að muna. Það gæti jafnvel endað með því að ég læri á snjallsímann eða a.m.k. myndavélina á honum. 