Í nótt var ég í eldhúsinu að djúpsteikja rækjur (sem ég geri aldrei) af því að stöðugleikastjórnin var að koma í mat. Ég hafði boðið öllu liðinu í mat til að kynna þeim splunkunýja stjórnarskrártillögu sem engill drottins hafði fært mér á gulltöflum. Ég gerði mér grein fyrir því að það kynni að þykja ótrúverðugt og var eitthvað að velta því fyrir mér hvort yrði kannski bara trúverðugra að eigna sjálfri mér krógann. Í draumnum hafði ég samt engar áhyggjur af því að sú staðreynd að ég var í kafarabúningi, með froskalöppum og súrefniskút, kynni að hafa áhrif á trúverðugleika minn.
Greinasafn fyrir merki: Draumfarir
Egg í sultu
Dreymdi að ég væri þáttakandi í raunveruleikaþætti kokka. Verkefnið var að útbúa rétt sem lýsti ríkisstjórn DVB. Minn réttur var linsoðin egg í rabarabarasultu.
Ég útskýrði að Vg væru rauðan, Sjallar hvítan og Framsókn sultan, af því að rabarabrasulta væri bæði þjóðleg og klístruð. Ég skil þetta með sultuna en veit ekki hversvegna Vg og Sjallar ættu að líkjast eggi.
Ég vissi að þetta gæti ekki verið góður réttur en verkefnið var ekki að elda eitthvað gott, heldur táknrænt.