Dreymdi að ég væri þáttakandi í raunveruleikaþætti kokka. Verkefnið var að útbúa rétt sem lýsti ríkisstjórn DVB. Minn réttur var linsoðin egg í rabarabarasultu.
Ég útskýrði að Vg væru rauðan, Sjallar hvítan og Framsókn sultan, af því að rabarabrasulta væri bæði þjóðleg og klístruð. Ég skil þetta með sultuna en veit ekki hversvegna Vg og Sjallar ættu að líkjast eggi.
Ég vissi að þetta gæti ekki verið góður réttur en verkefnið var ekki að elda eitthvað gott, heldur táknrænt.