22. Femínistar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks

22Stór hluti af þjónustu við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þurfa á sálfræðiþjónustu að halda er í höndum feminsta en ekki fagfólks. Fólk er ráðið í slík störf á pólitískum forsendum fremur en faglegum.

Erlendis eru dæmi um kvennaathvörf séu nokkurskonar heilaþvottarstöðvar. Þetta má t.d. sjá í hinni ágætu heimildamynd Könskriget sem sjá má með íslenskum texta hér. Í umfjöllun fjölmiðla um kvennaathvörf afhjúpast einnig sú hugmynd að þær konur sem þar dvelja séu einhverskonar fangar. Þannig er t.d. talað um að konur sem afþakka afmellunarmeðferð Kristínarhúss og fara sína leið hafi „strokið“.  Stundum eru konur sem enn eru í sárum svo dregnar í fjölmiðla og notaðar til að auglýsa starfssemi feministasamtaka. Reyndar ganga fjölmiðlar erinda kvennaathvarfa algerlega gagnrýnislaust og taka þannig þátt í lyginni.

Á Íslandi eru nokkur hræðileg dæmi um að fúskarar hafi tekið að sér þjónustu sem á að vera í höndum fagfólks. Þetta á alls ekkert bara við um feministasamtök. Trúarhópar hafa t.d. tekið að sér áfengismeðferð og ég reikna t.d. með að flestir muni eftir Byrgismálinu. Við skulum vera meðvituð um að Stígamót og Kristínarhús byggja sömuleiðis á mjög svo vafasamri hugmyndafræði og meðferðin er í höndum kynjafræðinga en ekki fagfólks.

Það er óþolandi að ríki og sveitarfélög skuli láta fúskara um þjónustu við fólk sem hefur beðið skipbrot, hvort sem um er að ræða vímuefnavanda, ofbeldi eða eitthvað annað. Hið opinbera ætti að bjóða upp á faglega þjónustu við fólk sem þarf á meðferð lækna og sálfræðinga að halda og ekki styðja á nokkrun hátt við starfsemi feminista og annarra fúskara.

Deildu færslunni

Share to Facebook